Reiðhöllin lokuð í dag
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, september 24 2013 13:01
- Skrifað af Ragna Rós
Félagsmenn, reiðhöllin verður lokuð í dag 24. sept frá kl: 17:00. Opnuð aftur í fyrramálið.
Ragna Rós
Félagsmenn, reiðhöllin verður lokuð í dag 24. sept frá kl: 17:00. Opnuð aftur í fyrramálið.
Ragna Rós
Kæri Harðarfélagi, Nú fer að koma að því að bókin um Hestamannafélagið Hörð kemur út, en við réðumst í útgáfu þessa rits á 60 ára afmæli Harðar. Þetta hefur verið mikið verk sem tekið hefur 3 ár að vinna og er nú á lokasprettinum, en bókin fer í prentun um miðjan október. Bókin verður mjög vegleg og prýdd um 300 myndum. Einnig fylgir geisladiskur með gamalli myndbandstöku frá kappreiðum á Arnarhamri, fyrsta keppnissvæði Harðar, til styrktaraðila verkefnisins.
Við viljum bjóða þér að kaupa bókina í forsölu á 7.500.- krónur, en þá styður þú um leið útgáfu bókarinnar og verður nafn þitt þar með prentað í bókina á lista yfir stuðningsmenn útgáfunnar. Til að komast á þennan lista þarftu að svara þessum pósti og við munum senda þér greiðsluseðil í heimabankann með gjalddaga þann 7. Október 2013, en þá rennur út frestur okkar til að skila útgefandanum lista yfir stuðningsmenn bókarinnar. Ef þú ert ekki með heimabanka eða kýst að greiða bókina með öðrum hætti er þér bent á að hafa samband við starfsmann félagsins, Rögnu Rós í síma 866 3961 og hún hjálpar þér áfram með aðra greiðslumöguleika.
Með bestu kveðju og þakklæti fyrir stuðninginn
Fyrir hönd útgáfunefndar
Guðjón Magnússon
Kæru félagsmenn. Vil ég benda þeim sem eiga eftir að greiða féglagsgjöldin að aðgangi þeirra að worldfeng verður lokað eftir helgina. Vill endilega benda ykkur á að félagsgjöldin eru 7500 kr og aðgangur að WF fylgir frítt með félagsgjöldunum. Ef fólk kaupir aðgang af WF í gegnum worldfeng.com þá kostar árgjaldið 9500, þannig að það er ykkar hagur í að greiða félagsgjöldin og halda aðganginum af WF.
Ragna Rós
Eftirfarandi námskeið eru í boði haustönn 2013 :
Öll námskeiðin eru frá klukkan 14:45 – 15:45 í reiðhöll Harðar, Varmárbökkum, Mosfellsbæ
Mánudagar 7.okt - 9.des/10 skipti
Þriðjudaga 8.okt - 10.des/10 skipti
Miðvikudaga 9.okt - 11.des/10 skipti
Fimmtudaga 10.okt - 12.des/10 skipti
Föstudaga 11.okt - 13.des/10 skipti
Verð: 35.000 kr. (hægt að nota fríst.ávísun ÍTR og Mosfellsbæjar)
Frekari upplýsingar og skráning er hjá:
Fræðslunefnd fatlaðra – Hestamannafélaginu Herði s: 8997299
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fh. Fræðslunefnd fatlaðra
Auður Sigurðardóttir