- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 21 2013 13:08
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Harðarmenn fjölmenna til messu í Mosfellskirkju sunnudaginn 26 maí. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13.00. Messan hefst kl. 14.00 Eftir messu er kaffi fyrir utan krikjuna í boði Harðarfélaga. Ferðanefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 21 2013 12:56
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Aðalreiðtúr félagsins verður laugardaginn 25 maí
Riðið verður upp að Hrafnhólum.
Grillvagninn með lambalæri og meðlæti
Gítarspil og söngur – miðaverð kr. 3.500,-
ATH : borga með peningum - ekki kort
Lagt af stað frá Naflanum kl. 13.30
Allir að mæta !!
Fararstjóri Lilla
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 21 2013 09:33
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú nálgast sumarið og allt sem því tilheyrir. Skógarhólar opna nú fljótlega og fyrirhugað er að halda vinnudag í vikunni þar sem stjórn og starfsfólk LH ætlar að koma saman og koma aðstöðunni í stand fyrir sumarið. Við ætlum að hittast um hádegisbil fimmtudaginn 23.maí og enda svo daginn á því að grilla saman eftir gott dagsverk. Ef Harðarfélagar hafa áhuga á því að koma á Skógarhóla og taka til hendinni eru þeir velkomnir.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 20 2013 20:20
-
Skrifað af Super User
Miðvikudaginn 22. maí kl. 20.00 býður Hestamannafélagið Hörður ásamt Súsönnu Ólafsdóttur, Söru Sigurbjörnsdóttur, Trausta Þór, Ragnheiði Þorvaldsdóttur o. fl. upp á stórskemmtilega hestasýningu fyrir alla sem áhuga hafa á íslenska hestinum.
Hestar og knapar sýna listir sínar í leik og gleði þar sem vinátta og virðing er í hávegum höfð.
Þessi sýning er tileinkuð Einari Öder, Svönu og fjölskyldu og við hvetjum alla hestamenn að standa saman, senda þeim hlýja strauma og jákvæða orku í batabaráttunni.
Hestaáhugafólk látið þessa sýningu ekki framhjá ykkur fara.
Súsanna Ólafsdóttir og Fræðslunefnd Harðar