- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 23 2013 14:39
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
„Formannsfrúar“-karlareið.
Laugardaginn 18. maí verður farin karlareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Áætlað er að leggja af stað frá Skógarhólum kl. 11.00 en flutningur frá hesthúsahverfinu kl. 9.30. Menn þurfa að koma sér saman um þennan flutning og að nýta hestakerrurnar sem best.
Veitingar verða framreiddar á leiðinni. Stoppað verður í Fellsendaflóanum og í Stardal og þar verður boðið uppá glæsilegar veitingar. Að lokinni reið verður haldin grillveisla í félagsheimilinu.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 8. maí og greiða 10.000 kr. inn á eftirfarandi reikning 0549-26-4259 kt. 650169-4259 sem jafnframt er staðfesting á þátttöku, munið að láta nafn og kennitölu fylgja greiðslunni, einnig á að senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.formannsfruarkarlareid@gmail.com.
Frekari upplýsingar koma síðar. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir er hægt að reyna að hringja í Helga Sig. í síma 8921719 eða senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kveðja Helgi og nefndin