- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 07 2013 13:13
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hörður hestaferð 2013
Fyrirhuguð er ferð um Reykjanes á vegum ferðanefndar Harðar
ef næg þáttaka fæst.Hestar verða fluttir á Vigdísarvelli.
Gert er ráð fyrir að fólk sjái sjálft um að koma hestunum á staðinn.
Frá Vigdísarvöllum verður riðið út í tvo daga 15. og 16. júní.
Farinn verður góður hringur um 20 til 25 km hvorn daginn,
gera skal ráð fyrir tveim hestum á mann.
Á Vigdísarvöllum er góð aðstaða til þess að tjalda.
Salerni er á staðnum. Grill verður til afnota á staðnum
Vinsamlegast skráið þáttöku fyrir 1. Júní á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 07 2013 10:15
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
„Formannsfrúar“-karlareið.
Laugardaginn 18. maí verður farin karlareið frá Þingvöllum í Mosfellsbæ. Áætlað er að leggja af stað frá Skógarhólum kl. 11.00 en flutningur frá hesthúsahverfinu kl. 9.30. Menn þurfa að koma sér saman um þennan flutning og að nýta hestakerrurnar sem best.
Veitingar verða framreiddar á leiðinni. Stoppað verður í Fellsendaflóanum og í Stardal og þar verður boðið uppá glæsilegar veitingar. Að lokinni reið verður haldin grillveisla í félagsheimilinu.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 8. maí og greiða 10.000 kr. inn á eftirfarandi reikning 0549-26-4259 kt. 650169-4259 sem jafnframt er staðfesting á þátttöku, munið að láta nafn og kennitölu fylgja greiðslunni, einnig á að senda staðfestingu áThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. formannsfruarkarlareid@gmail.com.
Frekari upplýsingar koma síðar. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir er hægt að reyna að hringja í Helga Sig. í síma 8921719 eða senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kveðja Helgi og nefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 06 2013 16:08
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Mikið hefur borið á lausum hundum í hesthúsahverfinu undanfarið og hafa hestar fælst vegna þess. Hér er bent á reglur er varða hundahald á svæðinu og verðum við að fylgja þeim, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fólk er hvatt til að hafa hundana sína bundna og það er ALGJÖRLEGA bannað að fara með hundana með sér lausa í reiðtúr. Hundaeftirlitsmaður verður á svæðinu næstu daga til að fylgja þessu eftir.
Hundahald á svæðinu.
8.gr.
Gæta skal þess að hundar á svæðinu valdi ekki slysahættu, fæli hesta eða
valdi nágrönnum ónæði. Hundar eiga alltaf að vera undir eftirliti eiganda, sbr.
samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.
Komi í ljós að eigandi hafi ekki stjórn á hundi sínum hvað þessi atriði
varðar skal hætta að koma með hundinn inn á svæðið.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, maí 05 2013 20:03
-
Skrifað af Magnús Ingi Másson
Minnum á að loka dagur til að skrá á WR Íþróttamót Harðar og VÍS er þriðjudaginn 7. Maí.
Kv. Mótanefnd Harðar