- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, maí 02 2013 18:54
-
Skrifað af Ragna Rós
FÁKUR í heimsókn
Fákur kemur í heimsókn til okkar laugardaginn 4. maí.
Fjölmennum í hópreið og tökum á móti Fáksmönnum.
Lagt af stað kl. 13.30 frá Naflanum.
Kaffihlaðborð í Félagsheimilinu.
Fararstjóri Lilla
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 01 2013 22:30
-
Skrifað af Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir
5. maí verður fjölskyldureiðtúrinn okkar upp að Hraðastöðum. Þar sem við ætlum að eiga saman góðan dag, kíkja á dýrin og gæða okkur á pylsum.
Margrét Sveinbjörnsdóttir mun taka á móti ykkur í Nafla kl. 13:00 og svo er riðið saman upp að Hraðastöðum. Síðan er frjálsferð til baka :-)
Endilega mætum sem flest og höfum það gaman saman. Öllum er frjálst að mæta upp að Hraðastöðum og hitta okkur ef ekki hentar að ríða uppeftir.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest
Æskulýðsnefnd
Ps. Ekki þarf að skrá í ferðina, bara að mæta með góða skapið :-)
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 01 2013 21:39
-
Skrifað af Magnús Ingi Másson
WR Íþróttamót Harðar
WR Íþróttamót Harðar fer fram 10-12 maí næstkomandi að varmárbökkum í Mosfellsbæ. Stefnt er að stórglæsilegu móti á ný endurbættum velli. Skráning hefst fimmtudaginn 2. Maí á http://skraning.sportfengur.com/ og líkur þriðjudaginn 7. Maí. Skráningargjaldið er haft í lámarki eða aðeins 3500 kr fyrir ungmenna og fullorðinsflokkana og svo 2000 kr fyrir börn og unglinga.
Boðið verður uppá eftirfarandi greinum :
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1-Tölt T1-Tölt T4-Fimmgangur F1 -Gæðingaskeið
1.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4--Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
2.flokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T4-Tölt T7-Fimmgangur F2-Gæðingaskeið
Barnaflokkur: Fjórgangur V2-Tölt T3-Tölt T7
100m skeið – 150m skeið – 250m skeið
ATH að T4 er skráð sem T2 í skráningarkerfinu.
Passa þarf að velja skráningu í efstu línu, svo mót í næstu línu, velja svo Hörð sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á:HöThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og/eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Ef einhver vandamál verða er hægt að hafa samband við okkur í síma : 864-5025 Magnús Ingi /896-8388 Oddrún Ýr
Mótanefnd Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 29 2013 13:17
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hin árlega firmakeppni Harðar verður haldin 1.maí n.k. Skráning verður í Harðarbóli kl.10.00 - 11.00 og keppnin hefst kl.12.00. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli eftir keppnina og þar verða verðlaunasætin tilkynnt, þannig að þangað verða allir að mæta. Í Harðarbóli verða seldar lummur, vöfflur, kaffi og fl.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Pollar teymdir
Pollar ríða einir
Börn
Unglingar
Ungmenni
Nýliðar ( alveg óreynt keppnisfólk )
Konur 2
Konur 1
Karlar 2
Karlar 1
Heldir menn og konur
Opinn flokkur
Kveðja Mótanefndin