- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 25 2013 10:21
-
Skrifað af Ragna Rós
Minnum á skráningu á Sumasmell Harðar.
Athugið að samkvæmt samkomulagi við mótshaldara í Herði og liðstjóra landsliðs í hestaíþróttum, er ungmennum sem tóku þátt í úrtöku, gert kleift að skrá sig í ungmennaflokk til fá tækifæri til að æfa sig í að ríða sína sýningu ein inni á velli.
Skráning er á á http://skraning.sportfengur.com til miðnættis í kvöld 25.júní
Ef einhver vandræði verða við skráningu ég hægt að hafa samband við Magnús í síma 8645025
KV Mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 13 2013 12:31
-
Skrifað af Ragna Rós
Enn eiga nokkrir þeirra sem hlotið hafa beitarhólf hjá félaginu eftir að greiða beitargjaldið. Skal því á það minnt að engum er heimilt að setja hross í hólfin nema að hafa gengið frá sínum málum. Sama gildir um aðrar skuldir við félagið s.s. félags-, námskeiðs- eða keppnisgjöld.
Þá skal minnt á að allir þeir sem eru með rafgirðingar skulu merkja með greinlegum hætti að rafmagn sé á girðingunni.
Beitarnefnd.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 11 2013 12:30
-
Skrifað af Ragna Rós
Kæru félagar, þar sem sleppitíminn er komin þá kemur á morgun miðvikudaginn 12. júní gámur fyrir baggaplast. Gámurinn verður opin frá 17-19 og er eingöngu undir plast ekkert annað rusl. Vakt verður við gáminn.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 11 2013 12:14
-
Skrifað af Ragna Rós
Grænt ljós á sleppingu hrossa!
Eftir hlýja helgi og hóflega blauta hafa beitarhólfin braggast vel frá síðustu helgi og er nú svo komið að óhætt er að sleppa í nánast öll hólfin. Haft verður samband við þá sem enn verða að bíða.
Beitarnefnd - Dýragæslumaður