- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 10 2013 22:23
-
Skrifað af Ragna Rós
Hrossakjötsveisla 8villtra 
Þann 26. Okt verður hin margrómaða hrossakjötsveisla 8villtra athugið með pínu lambakjötsívafi
Harðarból opnar kl 19:00. Byrjum á FORDRYKK í boði 8villtra
Kæru félagar matseðillinn hljóðar svona..
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 09 2013 15:30
-
Skrifað af Ragna Rós
Góðan dag,
Íþróttafélögum er hér með boðin þátttaka á námskeiði um einleltismál, en námskeiðið er hugsað fyrir forsvarsmenn íþróttafélaga og er lokað öðrum. Vonast er til þess að hvert félag á höfuðborgarsvæðinu sendi 2-3 einstaklinga þannig að góðar og gagnlegar umræður eigi sér stað. Aðrar upplýsingar um námskeiðið má finna hér:
Föstudaginn 18. október verður Kolbrún Baldursdóttir með fræðslu um eineltismál fyrir forsvarsmenn íþróttafélaga. Fræðslufundurinn fer fram í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og stendur frá 14-16 og er félögunum að kostnaðarlausu. Á fræðslufundinum mun Kolbrún beina sjónum sínum að þolendum og gerendum, helstu persónueinkennum og aðstæðum. Megináherslan er á úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum. Ferlið er rakið frá tilkynningu til málaloka. Loks eru algengustu mistök sem gerð eru við upphaf og vinnslu mála af þessu tagi reifuð. Á fundinum mun nýjum bæklingi um eineltismál verða dreift. Vinsamlegast sendið upplýsingar með nöfnum og netföngum þátttakenda frá félaginu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kær kveðja,
Ragnhildur Skúladóttir
Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Engjavegur 6
104 Reykjavík
s. 514 4015
www.isi.is