- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 11 2013 12:14
-
Skrifað af Ragna Rós
Grænt ljós á sleppingu hrossa!
Eftir hlýja helgi og hóflega blauta hafa beitarhólfin braggast vel frá síðustu helgi og er nú svo komið að óhætt er að sleppa í nánast öll hólfin. Haft verður samband við þá sem enn verða að bíða.
Beitarnefnd - Dýragæslumaður
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 07 2013 15:26
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Sleppingu hrossa slegið á frest!
Vegna lítillar sprettu í flest öllum beitarhólfum sem félagið úthlutar hefur dýragæslumaður Mosfellsbæjar ákveðið að sleppingu hrossa verði frestað um óákveðinn tíma. Í nokkrum tilvikum er ekki þörf á slikri frestun og verður haft samband við alla þá aðila sem mega sleppa hrossum um helgina.
Þannig að þótt fólk sjái hross komin í sum beitarhólfin þýðir það ekki að öllum sé leyfilegt að sleppa sínum hrossum.
Eru viðkomandi félagsmenn vinsamlegast beðnir um að virða þessa ráðstöfun í hvívetna.
Dýragæslumaður Beitarnefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 04 2013 22:59
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Fræðslunefnd Fatlaðra í Herði hefur unnið frábært starf í vetur ásamt reiðkennaranum Berglindi Ingu Árnadóttur og hennar aðstoðarfólki. Vetrinum lauk með lokahátið sem Fræðslunefnd Fatlaðra í Herði stóð fyrir og var hún haldin í Reiðhöllinni í Herði í dag. Gaman var að sjá öll fallegu börnin og unglinga sem voru með sýningu, þar sem þau fóru öll á hestbak, brosandi út að eyrum.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 04 2013 21:29
-
Skrifað af Ragna Rós
Harðarfélagar Ragna Rós mun vera í fríi frá seinnipartinum á morgun 5. júní til mánudagsins 9. júní. Ef þörf er á aðstoð er hægt að leita til Beggu Árna í síma 8996972 eða Jónu Dís í 8616691.