- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 27 2013 10:53
-
Skrifað af Ragna Rós
Kæri Harðarfélagi
Nú er Harðarbókin komin út og í tilefni af því langar okkur að bjóða þér í útgáfuhóf í Harðarból næstkomandi föstudag, 29.nóvember kl. 17.00. Þar verður bókin afhent þeim sem þegar hafa keypt eintak. Bókin verður einnig seld á staðnum fyrir þá sem vilja nýta sér hana sem jólagjöf. Diskur með gamalli kvikmynd frá frumdögum félagsins sem tekin var á Arnarhamri fylgir með bókinni.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Með bestu kveðju, útgáfunefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 27 2013 10:21
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.
2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).
3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.
4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.
5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.
6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman.
7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.
8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.
9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.
10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli.
Landssamband hestamannafélaga Ferða- og samgöngunefnd.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 25 2013 15:41
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á laugardagskvöldið var nefndarkvöld hjá Hestamannafélaginu Herði. Þangað er boðið þeim nefndum sem starfa fyrir félagið á næsta starfsári ásamt þeim sjálfboðaliðum sem ekki eru í nefndum en hafa starfað sl. ár. Stjórn Harðar vill þakka þeim Harðarfélögum sem mættu á nefndarkvöldið og þáðu glæsilegar veitingar sem Hólmfríður Halldórsdóttir - Fríða okkar - töfraði fram ásamt fríðum flokki kvenna, þeim: Gunný, Maríu Elfars. Huldu Kolbeinsdóttur og Valgerði Jónu.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar.