Aftur á bak og enn laust hjá Robba

Skráning á námskeiðið „Aftur á bak“ undir stjórn Oddrúnar Sigurðardóttur er nú hafin og ríður á að bregðast skjótt við. Kennsla hefst næstkomandi þriðjudag.

Eins minnum við á að fresturinn til að skrá sig í næstu umferð hjá Robba rennur út á mánudaginn. Enn eru laus pláss.

 

Aftur á bak
Rólegt og uppbyggjandi námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku eða hefur aldrei farið á námskeið. Einnig fyrir þá sem hafa jafnvel orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir stefna að.
Námskeiðið verður á þriðjudögum milli kl. 17 og 18.
Fyrsti tíminn er næstkomandi þriðjudag, 11. mars.
Kennt í 5 skipti.
Kennari verður Oddrún Ýr Sigurðardóttir.
Verð: 12.000 kr.


Paratímar / einkatímar / gangsetning tryppa / framhald í tamningu

Námskeið sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar. Tveir nemendur saman í 60 mínútur.
Kennt í 6 skipti
Í boði eru tímar á fimmtudögum eða þriðjudögum.
Kennsla hefst 11. mars nk.
Kennari verður Róbert Pedersen.
Verð: 25.000 kr.