- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júlí 18 2022 12:06
-
Skrifað af Sonja
Það stendur til að malbika hringtorgið fyrir ofan hesthúsahverfið þriðjudaginn 19. júli milli kl: 9 og 14. Aðkoma þaðan að hverfinu verður því lokuð á þessum tíma. Þessar framkvæmdir eru veðurháðar.
Hægt verður að koma akandi um reiðveg við fótboltavöllinn á Tungubökkum á meðan á þessu stendur.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 07 2022 17:49
-
Skrifað af Sonja
Þá er milliriðlum lokið og smelltu þeir félagar Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafsson sér í efsta sætið inn í A úrslit ungmenna með magnaðri sýningu. Tumi frá Jarðbrú og Flóvent frá Breiðstöðum tryggðu sér sæti í B úrslitum í B flokki. Glúmur frá Dallandi er þriðji inn í A úrslit í A flokki. Sigriður Fjóla Aradóttir sýndi flotta takta í milliriðli barna en komst ekki áfram í úrslit. Fjóla er búin að stimpla sig inn með stæl. Forkeppni i íþróttakeppni er lokið en skeiðgreinar eru eftir, Harðarfélagar eiga ekki knapa í úrslitum en Reynir Örn og Týr frá Jarðbrú enduðu í níunda sæti í slaktaumatölti.
Veðrið hefur svo sannarlega leikið stórt hlutverk á þessu Landsmóti, annað hvort bongó blíða með sólbrenndum nebbum eða að knapar hafa þurft að sundríða hringvöllinn. Öllu hefur verið frestað í dag til kl.4, við verðum að henda okkur á hnén og sameinast í einlægri ósk um betri tíð. Sama hvernig fer þá erum við stolt af okkar félögum og óskum þeim sem eiga eftir að ríða úrslit góðs gengis.
ÁFRAM HÖRÐUR!!!
Mynd: Susy Oliver
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 07 2022 12:29
-
Skrifað af Sonja
Í ljósi veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að AFLÝSA hópreiðinni á Landsmót 2022.
Þessi ákvörðun var tekin á fundi nú rétt áðan.
Ástæðan sé of mikil áhætta vegan veðurskilyrða sem við erum búin að afla okkur núna í morgun. Eins er ekki þess virði að hópa saman stórum hóp af hestamönnum með félagsfána og aðra fána.
Sóley
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 05 2022 11:08
-
Skrifað af Sonja
Loksins er orðið sem er hestamönnum efst i huga þessa dagana þegar Landsmótið fer í gang. Hörður á sína keppendur á mótinu sem eru allir búnir að spreyta sig í forkeppni mótsins. Forkeppnin hófst á sunnudag með börnin fremst í flokki og hélt Fjólan okkur í spennu fram á síðasta hest. Sigríður Fjóla Aradóttir komst í milliriðil með glæsisýningu uppá 8,26. Unglingaflokkur tók svo við en þrátt fyrir gott gengi okkar félaga þá náðum við ekki keppanda inn í milliriðil. B flokkur hóf dagskránna á mánudag, þar náðu þrír hestar í eigu Harðarfélaga inn í milliriðla. Tumi frá Jarðbrú er annar með 8,85, Narfi frá Ásbrú var tíundi með 8,70 og í 21. sæti er Flóvent frá Breiðstöðum og Aðalheiður Anna með 8,598. Ungmennaflokkur tók svo við og þar áttu Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafshaga frábæra sýningu sem skilaði þeim í annað sæti með 8,748. Dagurinn endaði svo á A flokknum og þar var Glúmur frá Dallandi í 6.sæti með 8,704.
Veðrið lék við menn og hesta í gær og mikil stemning í brekkunni, Harðarfélagar voru duglegir við að hvetja sitt fólk með stæl. Allir aðrir keppendu stóðu sig með mikilli prýði og voru Herði til sóma, nánari upplýsingar um gengi þeirra og sundurliðanir á öllum einkunnum er hægt að nálgast á Kappa. Framundan eru milliriðlar og forkeppni í íþróttakeppni mótsins og að sjálfsögðu fjörið á kynbótabrautinni. Við höldum áfram að fylgjast með og flytja fréttir af gengi okkar félaga. ÁFRAM HÖRÐUR👏👏👏