Bóklegt Knapamerki 3 nám í óktober
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, september 11 2022 13:01
- Skrifað af Sonja
Við erum með 3 stelpum sem hafa verið með lánshest í félagshesthús og vantar hest núna í þessu verkefni næst. Við erum að aðstoða með að finna hestana og helst reiðtygi með (ekki skilyrði).
Hestarnir þurfa að vera fulltaminn (enginn tryppi).
Stelpurnar eru 14-16ára og hafa verið í félagshús í fyrra þar sem þau fengu mjög mikla fræðslu og kennslu og var einnig farið í knapamerki 1 með hópinn.
Hestar eru í notkun frá byrjun desember til byrjun/mið júni. Það er góð utanumhald og krakkarnir fá góða fræðslu og eru svo hvattir að taka þátt á námskeiðum félagsins.
Hugmynd er að efla góðan félagsanda og samheldi milli krakkana á svipuðum aldri.
Endilega sendið á mig skilaboð ef það eru spurningar :)
Sonja
Yfirreiðkennari og Starfsmaður
Samkvæmt samkomulagi við Mosfellsbæ lýkur beitartíma 10. september líkt og undanfarin ár og reglur kveða á um.
Sökum sérlega góðrar sprettu verður þó leyft að beita nokkur hólf áfram og klára þannig að nýta beitina. Haft verður samband sérstaklega við þá sem fá þessa heimild, aðrir skulu tæma hólfin um næstu helgi (10. september) í síðasta lagi. Þó leyft verið að klára beit skal þess gætt að ganga ekki of nærri landi í þeim hólfum.
Samkvæmt reglum um úthlutun beitar skal minnt á þetta ákvæði:
"Beitarþegum ber að ganga vel og snyrtilega um hólfin. Fjarlægja ber alla lausa plaststrengi og plaststaura að loknum beitartíma. Einnig skal fjarlægja alla minni plaststampa sem ekki er hægt að fergja niður til varnar foki. . Þá skulu stærri vatnskör sett á hvolf fyrir veturinn. Það sem ekki hefur verið fjarlægt af lausum hlutum fyrir 1. október ár hvert verður fjarlægt af félaginu og ráðstafað/fargað."