- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 25 2022 10:51
-
Skrifað af Sonja
Athugið!
Fyrirhugað frumtamningarnámskeið með Robba Pet verður tvær þriggja daga helgar 🦄🦄🦄
23.-25.9. og
30.9.-02.10
Endilega sendið email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið áhuga ;)
Nánari upplýsingar síðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, ágúst 19 2022 11:07
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar
Á laugardaginn kemur, þann 20.ágúst verður flugeldasýning Menningarnætur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Vert er að huga að hrossum sem eru í beitarhólfum í bænum og gera viðeigandi ráðstafanir, taka þau inn á hús jafnvel. Hross hér hafa fælst vegna þessarar sýningar þó hún sé ekki alveg í nágreinni við okkur.
Eins verður flugeldasýning laugardagskvöldið 27. ágúst hér í Mosfellsbæ á bæjarhátiðinni Í túninu heima, skotið upp frá Lágafelli um klukkan 23.00 (eftir tónleika á miðbæjartorgi).
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 18 2022 11:06
-
Skrifað af Sonja
Hestamenn athugið!
Hjólreiðakeppnin Fellahringurinn verður haldinn 25. ágúst 2022 og ræst frá Varmá kl 19:00.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km.
https://www.facebook.com/events/527925345779946/?ref=newsfeed
Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður lokað á meðan keppnin fer fram. Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, ágúst 05 2022 15:13
-
Skrifað af Sonja
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK, sem er íþróttahérað okkar í Herði, unnið í samstarfi við Aftureldingu.
Hlaupið fer að nokkru leiti fram á reiðvegum í kringum hesthúsahverfið (um Ævintýragarð og við Köldukvísl) og verður þeim lokað þess vegna laugardaginn 13. ágúst á milli 11 og 15.
Leiðin úr hesthúsahverfinu að Tungubakkahring og upp í Mosfellsdal mun semsagt lokast tímabundið þennan dag. Eins verður ekki hægt að keyra neðst í hverfinu út úr götunum þar.
Engar þrautir eru á reiðleiðum, þær eru aðeins tenging á milli þrauta eins og göngustígarnir. Ætlunin er að hlaupið verði yfir Köldukvísl/Varmá á vaðinu við Skiphól.
Athugið að bílar og kerrur þurfa að fara af svæðinu neðst í hverfinu, við Skiphól. Þar verður ein þraut/hindrun sett upp.
Vonandi hefur þetta ekki stórkostleg áhrif á útreiðar, má líta á sem okkar framlag í afmælishátíð UMSK og á ekki að vera mikið rask. Sýnum sjálfsagða tillitssemi svo þessi viðburður verði ánægjulegur.
Linkur á viðburðinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/1388200194960850/1468651500249052/?acontext=%7B%22source%22%3A%2229%22%2C%22ref_notif_type%22%3A%22admin_plan_mall_activity%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D¬if_id=1659693536548823¬if_t=admin_plan_mall_activity&ref=notif
Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ!