Haustþjálfun Harðarkrakkar - 2.umferð

Nú hefst fljólega næsta umferð á þessu nýju námskeið ð - og er tækifæri að bætast við hópinn.
Aldur er ca 10-15ára (reynum að hópa eftir aldri ef það verða nógu margar skráningar).
Námskeiðið er byggt upp á bæði verklegum tímum 1x í viku (miðvikudagar) og annað hvert helgi verður námskeið með mismunandi áherslur sem tengist svo í verklega hluta vikurnar.
Verklegir tímar fara fram í Reiðhöll Harðar á eftirfarandi dagsetningum (miðvikudögum) - verklegt kennslu er tengd helgarfjörhlutinum (sjá hér neðar):
22.11.
29.11.
06.12.
13.12.
20.12.
Það verða helst bara 4-5 í hóp og er tíminn 45min á hvern hóp
Tímasetningar fara eftir skráningum en eru á milli kl 17-19
Kennari verklegt: Thelma Rut Davíðsdóttir enn Helgar geta verið mismunandi eftir þema.
 
Helgarfjör – þar erum við með námskeið aðra hverja viku sem verður opið fyrir önnur börn/unglinga/ungmenni utan námskeiðs til að bóka sig í á vægu verði (fylgir með fyrir þau sem eru skráð á allt námskeiðið). Krakkarnir í félagshesthús eru líka með.
19.11. sunnudagur - Þrautabrautkennslu með Thelmu Rut 
3.12. sunnudagur - Hindrunarstökk með Nathalie Moser
17.12. Þrif á reiðtygi - mikilvægt umhirðu - með Nathalie Moser
 
 
Verð á hvern þáttakanda er 18000 kr