- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 05 2016 10:39
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagi
Laugardaginn 6 febrúar mun ferðanefnd Harðar fara í reiðtúr á Blikanesið undir diggri stjórn Gísla á Hrísbrú.
Lagt verður á stað úr naflanum kl 14:00 og eftir reiðtúr verður boðið uppá kaffi, kleinur og safa inní reiðhöll.
Félagsmenn fjölmennum.
Kveðja ferðanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 04 2016 13:36
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagsmaður
Félagsgjöld hestamannafélagsins Harðar voru send út í heimabanka félagsmanna, eindagi gjaldanna var 1. febrúar síðastliðinn. Stjórn Harðar vill hvetja félagsmenn sem eiga gjaldfallin félagsgjöld til að greiða sem fyrst en jafnframt þakka þeim sem nú þegar hafa greitt félagsgjöldin sín.
Hvetjum við líka þá sem eiga ógreidda reihallarlykla að greiða þá, lokanir á ógreiddum lyklum hefjast mánudaginn 8 febrúar
Kv Stjórn Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 03 2016 10:49
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í egn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir.
Byrjar 13.febrúar
Verð: 2000
Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 03 2016 10:42
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Viltu bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? rftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rími? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.
Kennt verður í 6 skipti
Námskeið byrjar 2. mars 2016
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Verð: 14.700
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add