- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 08 2016 14:26
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Nánar um DNA-sýni hrossa má m.a. lesa hér: http://www.rml.is/is/bufjarraekt/hrossaraekt/dna-synatokur .
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 08 2016 11:14
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Stjórn Harðar býður Harðarfélögum í morgunkaffi laugardaginn 13.febrúar kl.10.00 - 12.00 í Harðarbóli. Endilega komið í létt spjall og fáið ykkur rúnstykki og kaffi.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, febrúar 07 2016 18:53
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þriðjudaginn 23 febrúar næstkomandi kl 20:00 mun Dr Hrefna Sigurjónsdóttir vera með fyrirlestur í Harðarbóli um félagslyndi hesta- hvað það er sem hefur áhrif á samskipti þeirra.
Greint verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum. Um er að ræða rannsóknir á litlum sem stórum hópum úti við sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar hlutfall kynjanna og aldursflokka. Greint verður frá því hvað hefur mest áhrif á árásargirni og jákvæð samskipti, eins og gagnkvæma snyrtingu og leik.
Einnig verður greint stuttega frá könnun sem höfundur gerði árið 2003 á algengi húslasta hér á landi.
Kveðja fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 05 2016 10:39
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagi
Laugardaginn 6 febrúar mun ferðanefnd Harðar fara í reiðtúr á Blikanesið undir diggri stjórn Gísla á Hrísbrú.
Lagt verður á stað úr naflanum kl 14:00 og eftir reiðtúr verður boðið uppá kaffi, kleinur og safa inní reiðhöll.
Félagsmenn fjölmennum.
Kveðja ferðanefnd Harðar