- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 04 2016 13:36
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagsmaður
Félagsgjöld hestamannafélagsins Harðar voru send út í heimabanka félagsmanna, eindagi gjaldanna var 1. febrúar síðastliðinn. Stjórn Harðar vill hvetja félagsmenn sem eiga gjaldfallin félagsgjöld til að greiða sem fyrst en jafnframt þakka þeim sem nú þegar hafa greitt félagsgjöldin sín.
Hvetjum við líka þá sem eiga ógreidda reihallarlykla að greiða þá, lokanir á ógreiddum lyklum hefjast mánudaginn 8 febrúar
Kv Stjórn Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 03 2016 10:49
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í egn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir.
Byrjar 13.febrúar
Verð: 2000
Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 03 2016 10:42
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Viltu bæta töltið í hestinum þínum? Er hann stundum skeiðlaginn eða er hann alltaf að detta í brokk? rftu að bæta hæga töltið eða vantar meira rími? Þetta eru allt allgeng vandamál, sem hægt er að laga. Komdu á námskeið og ég hjálpa þér að gera hestinn þinn enn betri.
Kennt verður í 6 skipti
Námskeið byrjar 2. mars 2016
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Verð: 14.700
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 03 2016 10:37
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Helgarnámskeið m Súsönnu Sand
Líkamsbeiting knapa og hests, aukin burður og léttleiki, betri stjórn og samband.
Lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa til að hafa áhrif á líkamsbeitingu hestsins, betri stjórn, samband og jafnvægi. Kenndar leiðir til að auka burð, lipurð og léttleika án spennu, stjórn á orkustigi og slökun. Námskeiðið verður byggt upp á einkatímum, sýnikennslu og fræðslu. Súsanna hefur undanfarin ár farið til Andalúsíu í endurmenntun og mjög margt sem við getum nýtt til að bæta okkar reiðmennsku og frábæra hest.
Helgarnámskeið 13 og 14 febrúar, kennt í 30 mín einkatímum. Einn tími á laugardeignum og tveir á sunnudeiginum.
Verð: 13.900