- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 12 2016 19:27
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Viljum við minna þá sem eru búnir að panta lykla að greiða þá inní heimabankanum.
Einnig viljum við að gefnu tilefni minna á að félagsgjöld Harðar þurfa að vera greidd svo að lykill sé virkur.
Kær kveðja
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 06 2016 17:46
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagsmaður, ákveðið hefur verið að seinka þeim námskeiðum sem eiga að byrja í næstu viku fram í vikuna þar á eftir eða 18-24 janúar. Viljum við minna á að enn er opið fyrir skráningar á námskeiðin og má skrá sig í eftirfarandi slóð og skoða framboð námskeiða inná hordur.is:
Skráning á námskeið: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fimmtudaginn 14 janúar sýnikennsla í reiðhöll Harðar kl 18:00 þar sem reiðkennarar félagsins munu kynna þau námskeið sem þeir ætla að kenna í vetur og vonandi sjáum við sem flesta þar.
Kv Hestamannafélagið Hörður
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 02 2016 14:43
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Reynir Örn Pálmason Íþróttamaður Harðar 2015 er tilnefndur af Hestamannfélaginu Herði sem Íþróttamaður Mosfellsbæjar
Reynir Örn er 44 ára afreksmaður í hestaþróttum og hefur hann átta sinnum verið valinn Íþróttamaður Harðar.
Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst Heimsmeistartitill á gríðarsterku heimsmeistaramóti í Herning og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra knapa á öllu mótinu þar sem keppendur voru frá 18 löndum .
Reynir Örn varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn ársins, 8.88,
Reynir Örn er mjög ofarlega á heimslistum FEIF Worldranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta, en þar er hann í topp 10 í fjórum greinum, þar af í 2. sæti bæði í slaktaumatölti og samanlögðum fimmgangsgreinum sem er einstakur árangur.
Reynir Örn keppti á öllum mótum sem Hörður hélt, ásamt því að keppa á öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi og var alltaf í úrslitum.
Reynir Örn er framúrskarandi afreksmaður í hestaíþróttinni. Hann hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka eitt stærsta hrossaræktarbú landsins. Hann er alinn upp í Herði og hefur aðeins keppt sem Harðarmaður. Hann hefur oft verið valinn í Landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir kynslóðina sem við erum að ala upp í Herði.
Hestamannafélagið Hörður er mjög hreykið af því að hafa svo frábæran afreksmann innan sinna raða.

- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 02 2016 14:40
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Súsanna Katarína Guðmundsdóttir er tilnefnd af Hestamannafélaginu Herði sem Íþróttakona Mosfellsbæjar
Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir er 19 ára afrekskona í hestaíþróttum. Hún er uppalin í
Hestamannafélaginu Herði og hefur aðeins keppt fyrir það félag. Hún hefur áður verið tilnefnd
sem Íþróttakona Mosfellsbæjar.
Súsanna Katarína keppti á öllum mótum sem Hörður hélt á árinu og einnig á öllum sterkustu
mótum á landinu. Hennar glæsilegasti árangur varð á mjög sterku Íslandsmeistaramóti en þar
varð hún Íslandsmeistari í fimi, í 9.sæti í gæðingaskeiði og 10.stæti í fimmgangi.
Súsanna Katarína er frábær Harðarfélagi. Hún tók þátt í fjölda sýninga á vegum félagsins,
fánaberi á helstu viðburðum félagsins og starfaði mikið sem sjálfboðaliði á vegum félagsins. Hún
er alltaf tilbúin til að starfa og taka að sér trúnaðarstöf fyrir félagið. Veturinn 2014 – 2015 er hún
formaður mótanefndar Harðar sem er ein stæðsta nefnd Harðar. Súsanna Katarína er frábær
fulltrúi ungu kynslóðarinnar í hestamennsku. hestamannafélagið Hörður er ótrúlega stolt af því
að hafa svo frábæran félaga í sínum röðum og óskar Súsönnu Katarínu til hamingju með
tilnefninguna.
