TAKTU DAGINN FRÁ -12.MARS ER ÁRSHÁTÍÐIN Í HERÐI
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, janúar 17 2016 18:17
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
ÞYKIR ÞÉR EKKI VÆNT UM BÍLINN ÞINN?
Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem leggja í götunum í hesthúsahverfinu að leggja bílunum sínum í bílastæði sem eru í boði. Það er mjög erfitt að komast fram hjá þeim bílum sem leggja í götnum við húsin, hvort sem það er á bíl eða hesti.
Viljum við minna þá sem eru búnir að panta lykla að greiða þá inní heimabankanum.
Einnig viljum við að gefnu tilefni minna á að félagsgjöld Harðar þurfa að vera greidd svo að lykill sé virkur.
Kær kveðja
Ágæti félagsmaður, ákveðið hefur verið að seinka þeim námskeiðum sem eiga að byrja í næstu viku fram í vikuna þar á eftir eða 18-24 janúar. Viljum við minna á að enn er opið fyrir skráningar á námskeiðin og má skrá sig í eftirfarandi slóð og skoða framboð námskeiða inná hordur.is:
Skráning á námskeið: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fimmtudaginn 14 janúar sýnikennsla í reiðhöll Harðar kl 18:00 þar sem reiðkennarar félagsins munu kynna þau námskeið sem þeir ætla að kenna í vetur og vonandi sjáum við sem flesta þar.
Kv Hestamannafélagið Hörður