- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 26 2015 13:16
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Ingólfur A. Sigþórsson hefur látið af stöfum sem starfsmaður reiðhallarinnar og við starfinu hefur tekið Örn Ingólfsson (Össi).
Við þökkum Ingólfi fyrir vel unnin störf sl. ár og óskum honum velfarðnaðar á nýjum vettvangi.
Við bjóðum Össa velkominn til starfa fyrir félagið, en hann þekkir félagið vel og hefur unnið í mörg ár sem sjálfboðaliði hjá okkur.
Síminn hjá Össa er: 8217444.
Oddrún Ýr sér um að skrá nýja lykla og endurnýja gamla lykla.
Hægt er að hringja í Oddrúnu Ýr í síma 8498088 eftir kl. 14.00 á daginn. Einnig er hægt að senda beiðni á nýjan lykil í höllina á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Föst viðvera í höllinni verður auglýst síðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 25 2015 10:07
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Öryggisnámskeið í hestamennsku
Æskulýðsnefnd Sörla stendur fyrir Öryggisnámskeiði í hestamennsku í samstarfi við Sigurjón Hendriksson, sjúkraflutningamann og VÍS sunnudaginn 6. desember kl .13.00 á Sörlastöðum.
Farið verður yfir helstu öryggisatriði er varðar hestamennsku og hvernig beri að bregðast við ef slys verða.
Fyrirlesturinn er miðaður við börn, unglinga og ungmenni en fullorðnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka.
Fyrirlesturinn er opin öllum og haldinn í samvinnu við hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Aðgangur er ókeypis.
Hlökkum til að sjá sem flesta
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 23 2015 09:37
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á Þorláksmessu 23.des. ætlar Hörður að vera með Skötuveislu í hádeginu í Harðarbóli. Boðið verður uppá skötuhlaðborð og fleira gógæti úr sjónum. Heimabakað rúgbrauð og glæsilegan eftirrétt. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að panta borð fyrir hópa. Nánar auglýst þegar nær dregur. En endilega takið hádegið frá og komið í nýtt og glæsilegt Harðarból og borðið dásamlega Skötu.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, nóvember 22 2015 12:00
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Vill minna á að reiðhöllin verður lokuð frá kl. 13 til 15 í dag 22. nóv.
F.h. FMos
Anton Hugi