- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 24 2015 12:18
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú er komið að hinni frábæru "Formannsfrúarkarareið" Harðar. Hún verður 16.maí. Byrjað verður á morgunverði í Harðaróli þar sem borinn verður fram "english brekfast" að hætti hússins. Síðan verður farið á Þingvelli og riðið í Hörð. Boðið verður uppá veitingar á leiðinni og einnig verður boðið uppá að skipta um hesta, fyrir þá sem ekki vilja teyma. Að lokum verður hátíð í Harðarbóli, þar sem boðið verður uppá glæsilegan kvöldverð. Skráning verður auglsýst síðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 23 2015 19:31
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
WR Íþróttamót hefst fimmtudaginn 30.apríl á 100m, 150m og 250m skeiði en 1.verðlaun í þessum greinum eru 50.000kr. og 2.verðlaun í 100m skeiði 25.000. 5 alþjóðlegir dómarar dæma á mótinu og þar á meðal 3 sem munu dæma á Heimsmeistaramótinu í Herning í sumar. Við minnum á að skráningu lýkur á miðnætti 27.apríl.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 22 2015 22:37
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Hestamannafélagið Hörður býður félögum upp á beitarhólf í sumar nú eins og undanfarin ár. Sótt skal um beit á sérstökum "link" hér á heimasíðunni til hægri; "Sótt um beit".
Til þess að hljóta beit verða umsækjendur að vera skuldlausir félagar í Herði.
Beitartími er frá 10. júní til 10. september. Tímasetning sleppingar fer þó eftir ástandi gróðurs hverju sinni og getur brugðið til beggja átta í þeim efnum.
Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Einingarverðið er 10.500 kr. (verð pr. hest) fyrir tímabilið.
Þeim er hljóta beitarhólfa verða að hafa gengið frá uppgjöri fyrir 1. júní. Þeir sem ekki hafa gengið frá sínum málum fyrir þann tíma missa beitina þatta árið og verða hólfin þá úthlutuð öðrum.
Beitarnefnd