- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 16 2015 13:56
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á næstu dögum verður ónýtt dót og drasl sem er á félagssvæði Harðar fjarlægt. Þeir sem eiga þetta hafa nokkra daga til að fjarlægja þetta sjálfir, að öðrum kosti fjarlægir Mosfellsbær þetta.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 14 2015 09:20
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Gámur undir plast verður við reiðhöllina þriðjudaginn 21.apríl kl.16.00 - 19.00. Munið það má bara fara plast í hann.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 13 2015 21:45
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
3. vetrarmót Harðar verður haldið föstudaginn 17.apríl vonandi úti (sólsetur kl 21:00)
Dagskrá:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 07 2015 16:47
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú stendur fyrir dyrum umhverfisátak í hesthúsahverfinu okkar. Hreinsunardagurinn verður 23.apríl og þá leggjast allir á eitt um að fegra hverfið. Til stendur að stækka kerru stæðið við hliðina á reiðhöllinni og laga kerrustæðum í neðra hverfinu og þá eiga engar kerrur að vera nema á kerrustæðum. Einnig verður kerrueigendum boðið uppá að leigja stæði. Stjórninni hafa borist kvartanir vegna heyrúlluna víða um hverfið og viljum við benda á rúllustæðið austast í
hverfinu. Einnig er kvartað yfir litlum kerrum og öðru drasli sem á ekki að vera þar sem það er. Tekur jafnvel stæði á kerru stæðinu. Eftir fund í morgun með fulltrúum Mosfellsbæjar fórum við í skoðunarferð um hverfið og biðjum við eigendur að fjarlægja drasl sem það á, annars gerir Mosfellsbær það.