- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 20 2015 20:14
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Við viljum benda fólki á, sem er með hesta í girðinum í bæjarfélaginu að huga að þeim og helst setja þá inn vegna flugeldasýningarinnar sem verður á hafnabakknum í Reykjavík á laugardagskvöldið. Við viljum forðast slys sem geta hlotist af flugldasýningum.
Um næstu helgi er bæjarhátíðin "Í túninu heima" og viljum við líka biðja fólk um að huga líka að hestum sínum þá vegna flugeldasýninga.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 20 2015 20:09
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Harðarfélaginn Reynir Örn Pálmason er annar heimsmeistarinn sem hestamannafélagið Hörður hefur eignast. Við Harðarfélagar erum ákaflega stolt af Reyni Erni og óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Reynir Örn og hestur hans Greifi frá Holtsmúla urðu samanlagðir heimsmeistarar í fimmgansgreinum á Heimsmeistaramótinu í Herning. Þeir lönduðu líka 2.sæti í 5g og 2.sæti í T2 sem er aljgörlega frábær árangur.

- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júlí 01 2015 10:52
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Kennt verður mánudag til fimmtudag, 2 klukkutíma á dag í einu víku.
Þetta er námskeið fyrir krakka sem eru með aðgang að hesti sem þau treysta og treysta sér með í reiðtúr í litlum hóp. Það verða bara 4 krakkar í hóp. Mjög fjölbreytt kennsla!
Förum í reiðtúr og gerum fjölbreyttar æfingar, einnig verða kenndar ásetuæfingar. Líka verður kennsla í gerðinu á reiðleiðum farið verður í leiki og hindrunastökk. Höfum gaman og njótum sumarið!
Dagsetning:
20.-23. Júli Kl 16-18
8 tímar, verð 16 000 krónur
Kennari: Sonja Noack
Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 25 2015 10:22
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Fræðslunefnd fatlaðra var veittru styrkur frá Dagsverki Virðingar, fyrir hið frábæra starf sem þar er unnið. Þessi styrkur gerir strarfið auðveldara. Til hamingju Begga, Fríða og allir þeir sem koma að þessu starfi. Þið eruð snillingar.
