- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, ágúst 23 2015 22:29
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Knapamerki Stöðupróf
Við ætlum aftur bjóða upp á stöðupróf í knapamerki 1 og 2 fyrir þá sem langar að skella sér í knapamerki 3 í vetur. Við ætlum að hafa nokkra æfingartíma fyrir stöðuprófið. Þið sem hafið áhuga endilega verið þið í sambandi við Sonja Noack, yfirreiðkennari annað hvort í síma 8659651 eða á facebook.
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 20 2015 20:21
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Nú er komið að því - við ætlum að safna fyrir stólum í Harðarból og höldum því dansiball laugardaginn 5.september.
Húsið opnar kl. 21 og verður boðið upp á fordrykk milli kl. 21 og 22. Hákon og Guðjón hinir alþekktu skemmtikraftar Harðar halda uppi stuðinu og hita upp fyrir Jógvan Hansen og Vigni Snæ sem munu spila frá kl. 23-02.
Miðaverð er 3.000kr í forsölu og 3.500kr við innganginn, hægt er að panta miða hjá Guðrúnu Magnúsdóttur í síma 8642067
Ekki missa af þessari frábæru skemmtun og tryggðu þér miða núna....
TAKMARKAÐUR FJÖLDI MIÐA VERÐUR SELDUR
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 20 2015 20:14
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Við viljum benda fólki á, sem er með hesta í girðinum í bæjarfélaginu að huga að þeim og helst setja þá inn vegna flugeldasýningarinnar sem verður á hafnabakknum í Reykjavík á laugardagskvöldið. Við viljum forðast slys sem geta hlotist af flugldasýningum.
Um næstu helgi er bæjarhátíðin "Í túninu heima" og viljum við líka biðja fólk um að huga líka að hestum sínum þá vegna flugeldasýninga.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 20 2015 20:09
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Harðarfélaginn Reynir Örn Pálmason er annar heimsmeistarinn sem hestamannafélagið Hörður hefur eignast. Við Harðarfélagar erum ákaflega stolt af Reyni Erni og óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Reynir Örn og hestur hans Greifi frá Holtsmúla urðu samanlagðir heimsmeistarar í fimmgansgreinum á Heimsmeistaramótinu í Herning. Þeir lönduðu líka 2.sæti í 5g og 2.sæti í T2 sem er aljgörlega frábær árangur.
