RAFMAGNSTENGLAR FRÁTEKNIR Á LANDSMÓTINU Á HÓLUM Í HJALTADAL
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 16 2016 11:30
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Við höfum tekið frá fyrir Harðarfélaga stæði 134-149 og 157-170.
Frátektir geta ekki verið lengur en í tvær vikur, því þarf að vera búið að greiða þessi stæði fyrir 2. mars.
Þegar fólk hefur samband við tix verður að segja að það sé í Hestamannafélginu Herði.
Fyrsta mót Hrímnis mótaraðarinnar var fjórgangsmót og var það haldið sl. föstudag í hestamannafélaginu Herði. Mótið gekk mjög vel og mikil stemmning myndaðist í stúkunni. Þessi Hrímnis mótaröð er stiga keppni og verða þrír efstu knaparnir verðlaunaðir. Næsta mót verður svo haldið 11. mars nk. í reiðhöll Harðar og er það fimmgangur sem er næst á dagskrá. Mótanefndin vill þakka knöpum, áhorfendum og öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir skemmtilega stemmningu og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á næsta móti.


