NÁTTÚRUREIÐ OG KIRKJUREIÐ 30.OG 31.MAÍ
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, maí 25 2015 19:03
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Farastjóri Gísli
Ferðanefndin
Árni Björn Pálsson knapi ársins gaf til æskulýðsstarfsins í Herði peningaverðlaun kr. 50.000 sem hann hlaut fyrir 1.sætið í 250m skeiðinu á Íþróttamótinu sem haldið var í byrjun maí. Við þökkum þessum frábæra knapa fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Fyrirhuguð er töfrandi fjölskyldu og skemmtiferð Æskulýðsnefndar um Þingvelli. Hvetjum við stóra sem smáa til að mæta og ríða um eina af fallegustu reiðleiðum landsins þar sem notið verður náttúru, veitinga og félagskapar góðra vina. Þema ferðar er “Lopapeysur ”. Ef svo ber undir verður farið með tvo hópa til að koma til móts við getu barnanna en auðvitað eru börnin samt sem áður á ábyrgð foreldra í ferðinni.
Kæru Harðarfélagar.
Okkur langar til að þakka öllum þeim sem komu að mótinu um síðstu helgi og líka að kaffihlaðborðinu fyrir alla þá vinnu sem þeir lögðu á sig, því án ykkar væri þetta ekki hægt. Ótrúlega gaman að sjá hversu margir mættu og lögðu hönd á plóginn. Einnig viljum við þakka þeim sem komu með veitingar á kaffihlaðborðið.
Við viljum jafnframt þakka keppendum og aðstandendum þeirra fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti.
Með kveðju,
fh. þeirra sem stóðu að þessum viðburðum
Jóna Dís Bragadóttir