Árshátíð 2025
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, febrúar 18 2025 13:26
- Skrifað af Sonja
Annað vetrarmót Harðar 2025 - Grímutölt!
Mótið verður haldið þann 15. Febrúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul upp á vinstri hönd.
Skráning fer fram á Sportfeng.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum
Pollar - teymdir
Pollar - ríða sjálfir
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3.flokkur
2.flokkur
1.flokkur
Skráning fer fram í gegnum sportfeng, einnig er hægt að skrá sig inní reiðhöll milli 11 og 12 laugardaginn 15. Febrúar.
Við bjóðum uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn. Tvennskonar, minni greining kostar 5630.- kr án vsk og stærri greining kostar 11332.- kr án vsk . Minni greiningin er með orkuefnagreiningum (Meltanleiki, prótein, tréni, sykur, hestafóðureiningar) og útreikningum á heygjöf á dag pr hest útfrá ykkar heyi. Í stærri greiningunni bætist við helstu stein- og snefilefni.
Þið setjið heyið í poka (100-200 gr hvert sýni) fer eftir hversu þurrt heyið er. Merkið með nafni, heimilisfangi, kt og tölvupóstfangi
Ég kem til ykkar á sunnudaginn 9. febrúar kl. 16:30 og verð við Reiðhöllina ykkar til kl 17:00. Verð á gráum Renault Koleos
Ef ykkur vantar nánari upplýsingar þá er síminn hjá mér 6612629 og tölvupóstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Meðfylgjandi er niðurstöðublað sem sýnir niðurstöður í stærri greiningu og einnig viðmið.
Helgina 22.-23.febrúar verður haldið helgarnámskeið í Knapaþjálfun með Bergrúnu Ingólfs! Námskeiðið samanstendur af tveim einkatímum og fyrirlestri ásamt líkamsstöðugreiningu og líkamsræktaræfingum! Einkatímarnir fara fram í stóru höllinni laugardag og sunnudag en fyrirlesturinn verður haldinn í Harðarbóli mánudaginn 17.febrúar klukkan 19:30.
Hestaíþróttir eru ekki frábrugðnar öðrum íþróttum, að því leyti, að til þess að hámarksárangur náist þurfa hestur og knapi að vera í góðu líkamlegu ástandi. Markmið í þjálfun hesta er fyrst og fremst að auka endingu þeirra og að þeir geti stöðugt verið að bæta sig.
Þegar kemur að knöpunum sjálfum er ekki síður mikilvægt að huga að sama markmiði. Hestamennska getur verið krefjandi líkamlega og ef ekki er hugað að réttri líkamsbeitingu er hætt við að ending okkar í faginu verði ekki löng. Jafnvægi, styrkur og þol eru mikilvægir þættir og geta stuðlað að miklum framförum í reiðmennsku, knapar í góðu formi líkamlega og andlega koma alltaf til með að standa betur að vígi en þeir sem ekki búa yfir sömu eiginleikum.
Bergrún Ingólfsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum ásamt því að vera einkaþjálfar frá ÍAK. Hún hefur mikið verið að vinna með knöpum í að bæta líkamsbeitingu sína á hestbaki og kenndi meðal annars Knapaþjálfun á Hólum í 4 ár. Núna stundar hún tamningar og þjálfun, ásamt því að halda fyrirlestra og kenna Knapaþjálfun.
Þetta er námskeið sem hentar öllum alveg sama á hvaða stað í hestamennsku þú ert! Aðeins 10 pláss laus og því um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Aldurstakmark er 16 ára.
Verð: 28.000kr
Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur