- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 22 2025 18:55
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagsmenn,
við hjá Herði viljum senda ykkur öllum innilegar jólakveðjur og bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár!
Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða – hvort sem það var á hestbaki, í félagsstarfinu eða á viðburðum félagsins.
Við hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.
Framundan er spennandi ár, vetrarstarfið er fullt af spennandi námskeiðum, viðburðum og mótum, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Njótið hátíðanna með fjölskyldu, vinum – og auðvitað hestunum.
ATH: Skriftstofan er lokað fram að 2.1.2026.
Með jólakveðju,
Starfsmenn og stjórn Hestamannafélagsins Harðar

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 22 2025 09:18
-
Skrifað af Sonja
ATH - þetta kemur við alla, líka þá sem hafa verið í áskrift.
Nú er hægt að panta og borga lykill fyrir 2026 inni abler appinu.
Ath unglingar/ungmenni og 70plús miðast við afmæli 2026.
Bannað er að lána lykill á aðra.
Beint link inn á abler
Fleiri upplýsingar eru hér:
https://hordur.is/index.php/reidhholl/gjaldskra
Allar lyklahafnar eiga að kynna sér reglurnar vel:
https://hordur.is/.../reidhholl/umgengnisreglur-i-reidhhoell
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 16 2025 08:46
-
Skrifað af Sonja
Hið sívinsæla töltnámskeið með Ingunni Birnu verður á sínum stað! Frábært fyrir knapa sem vilja aðstoð með að þjálfa sinn hest á uppbyggilegan hátt með áherslu á tölt! Námskeiðið er í formi hópatíma og verður kennt á föstudögum. Námskeiðið verður ekki í hverri viku sem gefur nemendum góðan tíma til að æfa sig heima á milli tíma! Kennt verður á föstudögum og námskeiðið hefst 16.janúar. Námskeiðið er ætlað knöpum 21 árs og eldri.
Skráning er hafin inn á abler.io/shop/hfhordur og lýkur 11.janúar!
Kennari: Ingunn Birna Ingólfsdóttir
Janúar: 16. / 23.
Febrúar: 13. / 20.
Mars: 27.
Apríl: 10.
Verð: 24.000

- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 12 2025 10:09
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður var stofnað árið 1950 og fagnar því 75 ára afmæli í ár.
Við ætlum að fagna tímamótunum í reiðhöll Harðar 14. desember næstkomandi á milli 13 og 15. Það verður skemmtileg sýning frá 13-14 þar sem ungir og aldnir munu sýna hesta og reiðmennsku og kynna starf félagsins. Að sýningu lokinni verður teymt undir börnum til klukkan 15.
Vöfflur og drykkir í boði og allir velkomnir!
