- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 15:00
-
Skrifað af Sonja
Formaður æskulýðsnefndar Harðar 2022-2023 er Hrafnhildur Jóhannesdóttir en með henni í nefndinni eru þau Brynjar Már Valdimarsson og Margrét Eðvarðsdóttir.
Nefndin hefur starfað í góðu samstarfi við Sonju Noack starfsmann hestamannafégsins Harðar en hún heldur utan um allt námskeiðshald meðal annarra starfa fyrir félagið.
Kynningar viðburða fóru fram í gegnum heimasíðu félagsins og á facebook síðu æskulýðsnefndar.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 12:44
-
Skrifað af Sonja
Kvennanefnd Harðar sér um að skipuleggja viðburði, reiðtúra og stærri kvennareiðar fyrir Harðar-Konur. Markmið kvennanefndar Harðar er að fá sem flestar konur til að taka þátt í viðburðum og fara saman í reiðtúra, kynnast og auðga félagsandann. Þáttaka fór rólega af stað í mars og má þar sennilega kenna leiðinlegu veðri um. En sífellt bættist í hópinn, þegar leið fram á vorið vorum við orðnar 42 konur saman í reiðtúr. Kvennanefnd Harðar auglýsir alla sýna viðburði á fésbókinni á síðu sem heitir Harðar-Konur.
20.mars Fóru þær allra hörðustu í reiðtúr í brjáluðu veðri og þáðu súpu í Flugubakka 2 á eftir. Fámennt var vegna veðurs og var upphaflega stefnt á að fara Blikanesið. Reiðtúrinn var styttur vegna veðurs enda tók smá tíma að fá hita í kroppinn eftir þá ferð, en ekkert sem heit og góð súpa gat ekki lagað.
10.apríl Góður hópur c.a 20 konur riðu í heimsókn til Nonna í Varmadal. Nonni tók á móti okkur og fengum við aðstöðu í skemmunni til að fá okkur smá hressingu.Tekinn var smá monnt hringur á góðu tölti á vellinum hjá Nonna.
24. apríl var riðið til Nínu á Hraðastöðum. Þar voru grillaðar pylsur. Mæting með besta móti 38 konur miklu fleiri en skráðu sig og fengu einhverjar ekki pylsur en það var bara bætt upp með öðrum veigum.
22.maí Riðið í Laxnes í Pizzu og fljótandi veigar. Þar tók Haukur á móti okkur og myndaðist mikil og góð stemning enda 42 konur þar á ferð.
1.júní Stóra Kvennareiðin. Byrjað var í fordrykk á Snæstöðum hjá Ragnhildi. Síðan var riðið í Dalland. Þar tók Axel á móti okkur. Búllubíllinn mætti á svæðið og blandaðir voru Basil Gimlet kokteilar “A la Danni”og danskennari kenndi okkur línudansa í reiðhöllinni á eftir.
Við þökkum gestgjöfum okkar kærlega fyrir að taka á móti okkur. Við erum mjög þakklátar fyrir hvað allir voru jákvæðir og tilbúnir að taka á móti svona stórum hópum.
Ragnhildur gjaldkeri fær sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og utanumhald á skráningar greiðslum fyrir viðburði. Rukkað var hæfilegt gjald fyrir hvern viðburð til að standa straum af kostnaði á veitingum.
Kvennanefnd Harðar mun funda fljótlega og setja saman dagskrá fyrir vor 2025 sem verður kynnt eftir áramót.
Áfram Hörður!
Kvennanefnd Harðar 2024
Elín Hrönn Jónasdóttir Kristjana Þórarinsdóttir
Guðný Guðlaugsdóttir Olga Rannveig Bjarnadóttir
Guðrún Hildur Pétursdóttir Sædís Jónasdóttir
Harpa Groiss Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 12:40
-
Skrifað af Sonja
Umhverfis og mannvirkjanefnd
Í nefndinni sátu:
Jón Geir Sigurbjörnsson
Sigurður H. Örnólfsson
Benedikts Ólafsson
Leó Hauksson
Á haustmánuðum 2023 var ráðist í að hefja viðhald á vallarsvæði félagsins. Ákveðið var að hreinsa kanta brauta, bera í brautir og fjarlægja plaströr og snúra upp báða velli félagsins.
Byrjað var á því að ráða verktaka til að hreinsa kanta á völlum félagsins til tryggja að vatn safnist ekki á brautirnar. Verkefnið var ívið viðfangs meira en reiknað var með, en kláraðist í lok október.
Efni sem féll til var notað til að stækka mön í kringum rúllustæði við minni völl félagsins. Þá var borið nýtt efni í aðalvöll félagsins og leitast við að koma því á völlinn fyrir veturinn, þannig að það hafði tíma til að setjast.
Efnið var valið með það í huga að vel hafði reynst að leggja álíka efni á minni völl félagsins fyrr nokkrum árum og álíka efni mátti sjá á öðrum keppnisvöllum sem skoðaðir voru.
Þegar frost fór að hverfa úr jörðu og völlurinn var prófaður, kom í ljós að efnið sem bætt var ofan á vikurinn bast ekki við vikur og völlurinn var of gljúpur.
Hluti nýja efnisins var fjarlægður og vikri bætt á vellina. Þannig náðist að koma öllum brautir í frábært form og reyndust vellirnir vel á öllum mótum vorsins og Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var í júlí.
Samfara framkvæmda fyrir Íslandsmót, var ljósleiðartengingu komið inn í reiðhöll og búnaður keyptur til að koma þráðlausu neti yfir í þulaskúr til að þjónusta dómaratölvur á mótum.