- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 19 2025 09:33
-
Skrifað af Sonja
Stjórn Harðar hefur sett upp nýjar reglur um kerrustæðin. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar vel, ekki síst þeir sem hafa stæði á leigu eða hafa hug á að fá slíkt.
Í september verður lokið við að fara yfir stæðin, gera uppfærðan lista yfir leigjendur og úthluta stæðum sem eru laus. Jafnframt verða gerðir samningar í samræmi við reglurnar.
https://hordur.is/index.php/felagid/hestakerrustaedi
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 16 2025 21:26
-
Skrifað af Sonja
Skráning er hafin í opnar greinar á Fjórðungsmót Vesturlands 2025.
Fjórðungsmót Vesturlands fer fram dagana 2. - 6. júlí í Borgarnesi og er nú búið að opna fyrir skráningar í opnar greinar og hvetjum við áhugasama knapa til að tryggja sér þátttöku.
Þær opnar greinar sem eru í boði:
Tölt T1
Tölt T3
Tölt T3 U17
P2 100 m Flugskeið
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og er skráningarfrestur og þar að leiðandi seinasti dagur til að greiða skráningu miðnætti 27. júní nákvæmlega.
Athugið að fjöldi keppenda í hverri grein er takmarkaður svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Komum saman og fögnum íslenska hestinum á Fjórðungsmóti í Borgarnesi !

- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 02 2025 21:49
-
Skrifað af Sonja
Ágætu félagar,
Sumarið er tími hestaferða. Okkur í ferðanefnd Harðar langar að endurvekja gamla hefð en það er að ríða til nágranna okkar í Kjósinni. Flækjustig og kostnaður verða í lágmarki en alltaf þarf eitthvað samt að skipuleggja. Gróft plan er þetta:
-Fimmtudagur 26.júní: Riðið úr hverfi upp að Skrauthólum á Kjalarnesi. Ca 13-15 km. Lagt af stað frá Nafla kl.18. Kristjana og Guðni á Skrauthólum taka á móti okkur með kræsingum og næturgistingu fyrir hross.
-Föstudagur 27.júní: Riðið frá Skrauthólum að Miðdal. Ca 13-15 km. Mæting að Skrauthólum kl. 17.00. Bændur í Miðdal munu taka á móti okkur. Hross í næturhólfi í Miðdal. Kjötsúpa í Miðdal.
-Laugardagur 28.júní: Riðið frá Miðdal að Hrosshóli í Kjós. Ca 18-20 km. Lagt af stað frá Miðdal kl. 13. Farið verður framhjá Eilífsdal að Laxárbökkum í Kjós. Bakkarnir riðnir upp með ánni að Hrosshóli. Hross í næturhólfi að Hrosshóli. Grillaðir hamborgarar á Hrosshóli.
-Sunnudagur 29.júní: Hrosshóll - Hörður. Ca. 20-22 km
Lokadagur reiðar. Hugmyndin er að fara yfir Svínaskarðið yfir í Mosfellsdalinn. Möguleiki er einnig að fara Kjósaskarðið og niður í Mosfellsdalinn, sem er um 30-32 km leið, verður það ákveðið þegar að því kemur eftir veðri, vindum og áhuga hópsins.
Við þurfum kanna hversu mörg hross verða með í för, og hversu marga munna á að metta. Greiða þarf girðingagjald 800 kr.pr. hross fyrir næturbeit á hverjum stað. Boðið verður upp á léttar veitingar á Skrauthólum fyrsta dag reiðar en svo ráðgerum við að vera með kjötsúpu á föstudagskvöldi í Miðdal á 2000 kr. pr. mann og hamborgara á laugardagskvöldi á Hrosshóli á 2000 kr. pr.mann . Hver sér um sína drykki og að nesta sig til dagsins og ferðalagsins. Við viljum biðja áhugasama um að skrá sig hér fyrir 20.júní og greiða heildarkostnað á uppgefið reikningsnúmer. Ferðin er ætluð öllum Harðarfélögum og vinum þeirra. Hægt er að koma inn í ferðina hvenær sem er og ríða þá valda áfanga. Greiðsla jafngildir skráningu
Bestu kveðjur
Guðný, Ib og Ingibjörg
Ferðanefnd Harðar
Kjósarreið 2025 - skráning - Google-töflureikna