- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 15 2024 18:49
-
Skrifað af Sonja
Hvað ungur nemur, gamall temur.Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Lýsishöllinni í Fáki fimmtudaginn 21. nóvember kl.19:00
Í ár ætlar Sigvaldi að mæta 3-4 hesta á mismunandi aldri og á ólikum stað í þjálfunarstiganum.
Þá ætlar Sigvaldi að fjalla um hans hugmyndir og þjálfunaraðferðir og sýna hvernig hann vinnur með yngri hross í hendi og hvernig hann yfirfærir svo þjálfunina á hestinn þegar komið er í hnakkinn. Með honum til aðstoðar verða ungir og efnilegir knapar þau Helgi og Elísabet.
Spennandi, áhugaverð og skemmtileg samtvinning í sýnikennslu með bæði eldri og yngri knöpum og hestum.
Sigvaldi er útskrifaður Reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og er sá fyrsti af fjórum sem verða í vetur, Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði. Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast að við að halda fræðsluna.
Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum.
Aðgangseyrir er 2000kr fyrir fullorðna, 500kr fyrir ungmenni og unglinga. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 14 2024 12:40
-
Skrifað af Sonja
Næsti viðburður í Vetrarfjörinu okkar verður næstkomandi sunnudag (17.nóv) þar sem farið verður yfir vinnu í hendi. Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Námskeiðið hefst klukkan 14:00 en skipt verður í hópa eftir þáttakendafjölda ef þess þarf. Krökkum er frjálst að mæta með eigin hest, hestlaus eða hafa samband við Sonju Noack (Hestasnilld) um að fá hest að láni en það þarf þá að hafa samband við hana sem fyrst. Hvetjum alla til að mæta!
Skráning er hafin inn á Vetrarfjör | Skráning Sportabler og lýkur á laugardagskvöldið.
Kennari að þessu sinni er Ragnheiður Þorvaldsdóttir!
Hlökkum til að sjá ykkur!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 13 2024 09:13
-
Skrifað af Sonja
Helgina 9.-11.janúar 2025 verður haldin endurmenntunar helgi fyrir starfandi reiðkennara. Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Kennari helgarinnar verður Mette Moe Mannseth og verður þemað mismunandi nálgun í reiðkennslu.
Helgin hefst á föstudags kvöldinu með fyrirlestri.
Þetta námskeið mun gilda sem símenntunarnámskeið LH og FEIF og uppfyllir þær kröfur FEIF til þess að reiðkennarar geta haldið skráningu sinni á reiðkennaralista FEIF (Matrix list).
Nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar. Endilega takið helgina frá!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 13 2024 09:10
-
Skrifað af Sonja
Á komandi tímabili hafa fræðslunefndir hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að samræmast um sýnikennslur og fræðsluviðburði. Ákvörðunin var tekinn til að auka fjölda á hverjum viðburði fyrir sig og geta því jafnvel haldið stærri og flottari viðburði fyrir hestafólk á höfuðborgasvæðinu.
Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði.
Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast við að halda fræðsluna.
Við hvetjum alla til að mæta á viðburðina og auka þekkingu og færni hjá sér og sínum hestum. Hlökkum til að sjá sem flesta á þeim flottu fræðsluviðburðum sem verða í boði í vetur.
Fræðslunefndir hestamannafélagana á höfuðborgasvæðinu.