Áminning : Fyrirlestur með Hinrik Sigurðsson næsta fimmtudag!
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 02 2018 07:50
- Skrifað af Sonja
Vill minna á Fyrirlestur með Hinrik á Fimmtudagskvöld næstkomandi, kl 18. Frítt fyrir alla sem eru búin að skrá sig á keppnisnámskeið og æskilegt að allir sem ætla að vera með á keppnisnámskeið mætta. Opið öllum. Aðgangseyri er 500kr fyrir alla sem eru ekki skráð á Keppnisnámskeið.
Vertu uppá þitt albesta þegar á reynir!
Fyrirlestur með Hinrik Þór Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari
• Hef ég getu og hæfileika til þess að ná árangri en á erfitt með að ná fram mínu albesta þegar á reynir?
• Hvað stjórnar því að ég geri svona en ekki hinsegin? Sérstaklega í aðstæðum sem krefjast mikils af mér?
• Get ég breytt því hvaða ákvarðanir ég tek og aðgerðum mínum í stressandi aðstæðum?
• Gengur mér vel ef mér líður vel?
Svar JÁ
Hinrik Sigurðsson heldur fyrirlestra um mikilvægi hugarfarsþjálfunar og gefur góð ráð og verkfæri til þess að bæta árangur með réttu hugarfari. Hann talar um jákvæð samskipti, líkamstjáningu, stjórnun á stemningu, viðhorf og mikilvægi þess að búa til réttar forsendur til þess að ná árangri. Allt til þess að hver einstaklingur geti fundið sér markmið við hæfi, hvernig hann getur unnið markvisst að því að ná þeim og hvað þarf til.
Hinni hefur starfað sem reiðkennari í 15 ár víða um heim og hefur sérstakan áhuga á markmiðasetningu og hugarþjálfun íþróttafólks og heldur námskeið og fyrirlestra um efnið.
Fyrirlestur í Hardarboli.
Dagsetning: 4. Janúar 2018
Tíma: Kl 18.00 til sirka 19.00
Kostar: 500kr enn innifalið fyrir Þáttakendur á keppnisnámskeiðinu 2018