- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 18 2018 09:59
-
Skrifað af Sonja
Næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta verður árleg firmakeppni Harðar haldin á skeiðbrautinni. Skráning er í reiðhöllinni frá 11:30-12:30 og mótið sjálft hefst klukkan 13:30. Ekkert skráningargjald er á mótið og eru allir hvattir til að taka þátt.
Riðið er fjórar ferðir, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (brokk, tölt eða skeið) til baka.
Flokkar sem verða í boði eru
Pollar
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
3. Flokkur – Lítið vanir
2. Flokkur – Nokkuð vanir
1. Flokkur - Vanir
Heldri menn og konur
100 metra flugskeið
Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli að móti loknu og kaffisala samhliða því.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 17:27
-
Skrifað af Sonja
Hið árlega kótilettufjáröflunarkvöld Harðar verður í Harðarbóli nk laugardag. Húsið opnar kl 19 með harmónikkuspili Mumma á Reykjum. Maturinn borinn fram 19.30. Kótilettur a la mamma og royalbúðingur í eftirrétt. Allur ágóði rennur í lýsingu á „gamla“ salnum. Verð aðeins 3.500 kr pr mann. Takið með ykkur gesti.
Kótilettunefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 14:15
-
Skrifað af Sonja
Kvennareið 18.april
Sörlakonur taka á móti hestakonum úr Sóta, Sprett, Fáki, Mána og Herði.
Lagt verður af stað frá reiðhöllinni Sörlastöðum c.a. 17.30 og safnast saman
við Vífilstaðavatn 18.30 og gestum fylgt svo í reiðhöllina á Sörlastöðum.
Þar verður tekið á móti ykkur með lambalæri og annað meðlæti að hætti kokksins, sem hefst um 20.00
Verð 3000kr.
Skráning er hjá Þórunni í sima 8972919 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 11:06
-
Skrifað af Sonja
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.
Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti, Sóta og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00.
JóiPé og Króli koma einnig fram og flytja nokkur lög. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017.
Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.
Sjáumst í Víðidalnum!