Fræðslukvöld/Málþing LH og FT
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2018 09:59
- Skrifað af Sonja
Kæru knapar, sýnendur og dómarar ATH
Minnum á fræðslukvöld/málþing nú á fimmtudagskvöld 25 jan kl.19.30 í Harðarbóli Mosfellsbæ
um áherslur og hvað er til grundvallar í dómum á skeiði í íþrótta-gæðinga og kynbótadómum.
FT félag tamningamanna og LH landsamband hestamanna halda opið fræðslukvöld/málþing fimmtudagkvöldið 25 jan. um dómgæslu/útfærslu á skeiði í íþróttakeppni, gæðingakeppni og kynbótadómi. Fulltrúar dómarafélsga, knapa og fræðimanna halda ca 10 mín tölu hver og svo verða umræðuhópar, spurningar og orðið laust.
Dagskrá
frummælendur ca. 10 mín hver
Gunnar Reynisson kennari LBH
Þorvaldur Kristjánsson RML
Gísli Guðjónsson GDLH
Fulltrúi HÍDÍ
Sigurður Ævarsson keppnisnefnd LH
Þórarinn Ragnarsson Knapi
Guðmundur Björgvinsson Knapi
Umræður
Spurningum svarað
orðið laust
Stjórnir FT og LH