- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 09 2018 07:50
-
Skrifað af Sonja
Hagyrðingakvöld Í Harðarbóli
Miðvikudaginn 14. mars.
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl.19:30
Guðmundur Jónsson á Reykjum þenur nikkuna við innganginn og kemur okkur í rétta gírinn.
Gestir kvöldsins eru landsþekktir hagyrðingar
Ómar Ragnarsson,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
og séra Hjálmar Jónsson.
Hákon formaður Harðar mætir að með gítarinn og tekur með okkur hressilega slagara.
Að venju verður boðið upp á dýrindis kvöldverð.
Svínakótelettur í raspi bornar fram með steiktum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabbarbarasultu.
Kaffi og sætt.
Við getum tekið með okkur drykki en fyrir þá sem það kjósa verður opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Verð fyrir kvöldverð og skemmtun 4000 ( posi á staðnum )
Allir fyrrverandi og núverandi félagar 60 ára og eldri eru velkomnir.
Tilkynnið mætingu í síðasta lagi á hádegi sunnudaginn 11. mars.
hjá Sigríði netf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8968210
Lífið er núna – njótum þess
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur.
Sigríður Johnsen
Konráð Adolphsson
Þuríður Yngvadóttir
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 09 2018 07:47
-
Skrifað af Sonja
Enn er verið að laga reiðleiðir eftir fádæma rigningar og flóð. Nánast allar okkar reiðleiðir stórskemmdust. Þannig varð að loka reiðleiðinni undir Köldukvíslsbrúna og reiðleiðin undir Varmárbrúna var illfær.
Að ekki sé talað um aðalreiðleið okkar Harðarmanna – Tungubakkahringinn. Reiðleiðin um ræsin var löguð strax, en þar vantaði fína efnið. Sú leið verður löguð í dag – föstudag. Búið er að laga reiðleiðirnar undir brúnum – aðeins verið að fínvinna þar í kring. Tungubakkahringurinn sjálfur skemmsist minna, sem og Blikastaðanesið, en báðar þessar reiðleiðir er verið að lagfæra. Bæjaryfirvöldum til vorkunnar, voru þetta því miður ekki einu vegirnir sem skemmdust hér í sveit. Við verðum því að vera þolinmóð og sýna skilning við hamfarir sem þessar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 01 2018 08:56
-
Skrifað af Sonja
Kæru Harðarfélagar
Mitt nafn er Auður og starfa sem hestanuddari/hestameðferðaraðili í Hestanudd og heilsu.
Markmið mitt er að stuðla að almennri heilsueflingu fyrir hross á öllum aldri og öllum stigum þjálfunar.
Ég er menntuð frá Nordisk heste- og hundeterapiskolen í Noregi sem er einn af betri skólum í Noregi í sjúkraþjálfun og endurhæfingu fyrir hesta.
Hvað er hestanuddari/sjúkraþjálfari?
Hestanuddari metur og meðhöndlar hesta sem orðið hafa fyrir skaða eða meiðslum eða sýna merki um einhvers konar vandamál í hreyfingum eða frammistöðu.
Hestanudd eða hestameðferð sameinar hreyfigreiningu og þekkingu á líffæra- og stoðkerfi hestsins til að koma auga á þau vandamál sem geta verið til staðar og getu til að finna hugsanlegar lausnir og meðferðir.
Í náminu hef ég fengið víðtæka þjálfun í að greina og meta meiðsli eða vandamál, sérstaklega í mjúkvefjum (t.d. vöðvum) og stoðkerfinu, sem geta svo leitt til heltis eða annarra vandamála í hreyfigetu hestsins.
Með því að nota fjölbreyttar aðferðir og geta gert alhliða mat á ástandi hestsins get ég gefið fagmannlega þjónustu við hest og eiganda til að veita hestinum bestu möguleika á að vera í sínu besta líkamlega ástandi og framkvæma það sem til er af honum ætlast.
Ég nota ýmsar aðferðir í minni meðhöndlun, byggt á þörfum hvers og eins. Meðal þess sem ég býð upp á er: almennt nudd, sjúkranudd, hnykkingar, teygjur, þrýstipunktameðferð (trigger point therapy, sjúkraþjálfun, endurhæfingu og acupressure. Ekki síst er ég tilbúin að veita fræðslu og ráðgjöf ef þess þarf.
Verð:
Fyrsti meðferðartími (90 mín) : 7.000 kr
Eftirmeðferð (60 mín) : 6.000 kr.
Tímabókanir: 8885052 / This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða facebook: https://www.facebook.com/hestanuddogheilsa/
Hlakka til að heyra frá ykkur :) Kær kveðja Auður
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 28 2018 07:53
-
Skrifað af Sonja
Ath Það verður síðasti séns í Herði í vetur að komast á námskeið hjá Benedikt Líndal 29+30Mars (Skírdagur og Föstudaginn langi).
1.dagur: 2 saman tvisvar á dag í 50 mín. hver tími.
Eftir hádegismat er einn bóklegur tími ca. 40-50 mín.
2.dagur: Prívattímar 40 mín. einu sinni hver knapi og eftir hádegismat einn bóklegur tími.
Skráning: skraning.sportfengur.com
Ekki missa af þessum stórsnillingi og Tamningameistari!!!