- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 13:14
-
Skrifað af Sonja
Hver er lykillinn að réttum höfuðburði, yfirlínu, burði og líkamsbeitngu hests?
Sýnikennsla laugardaginn 21. Apríl kl. 178-19:00 í Reiðhöll Harðar. Allir velkomnir.
Peter De Cosemo enskur reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar laugardaginn 21. Apríl kl. 17-19:00. Peter hefur starfað sem reiðkennari í 40 ár og unnið að þjálfun, kennslu og dómsstörfum víða um heim. Hann hefur reynslu af öllum stigum reiðmennskunar og hefur s.l. ár haldið námskeið eða sýnikennslu hérlendis u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Hann þekkir því vel til íslenska hestsins og er fengur fyrir Harðarfélaga að fá hann til okkar.
Peter vill að sýnikennslu lokinni gjarnan efna til samræðu við gesti og býður upp á spurningar og svör yfir kaffibolla eftir sýnikennsluna.
Viðburðurinn er öllum opin og aðgangseyrir er 1.000 krónur.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 12:38
-
Skrifað af Sonja
Til þess er málið varðar,
Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna Hestamannafélagsins Harðar í rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendis Íslands.
Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni mínu í Landfræði við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að kanna viðhorf almennings á Íslandi til útivistar, ferðamennsku og náttúruverndar á miðhálendinu. Leiðbeinendur mínir og ábyrgðarmenn verkefnisins eru Dr. Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.
Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistarfólks. Ég bið þig því vinsamlegast að framsenda bréf þetta til félagsmanna í þínum samtökum. Spurningakönnunin, sem samanstendur af um 30 spurningum, er nafnlaus og því verður ekki unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Æskilegast er að þátttakendur svari öllum liðum könnunarinnar en þeir geta þó sleppt því að svara einstökum spurningum, kjósi þeir svo.
Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi þar sem eldri rannsóknir á viðhorfum til miðhálendisins hafa fyrst og fremst lotið að erlendum ferðamönnum. Með þátttöku í henni gefst svarendum ekki aðeins kostur á að leggja vísindunum lið heldur einnig að koma skoðunum sínum um stöðu og framtíð miðhálendisins á framfæri.
Hægt verður að svara könnuninni í þrjár vikur, það er frá 11. apríl til og með 2. maí 2018. Hér að neðan er hlekkur á könnunina:
https://haskoliislands.qualtrics.com/jfe/form/SV_a2IZHPNI3eHOWrj
Gerð verður grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í meistararitgerð minni sem verður í opnum aðgangi á www.skemman.is, auk þess sem rannsóknin verður kynnt á ráðstefnum og með skrifum í blöð og tímarit.
Kærar þakkir fyrir aðstoðina og bestu kveðjur, Michaël Bishop
(netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 13 2018 12:18
-
Skrifað af Sonja
Mæting í reiðhöll kl 10. Gylfi Freyr deilir út svæðum og ruslapokum. Grill að lokinni tiltekt. Firmakeppni eftir hádegið.
Mætum öll og njótum þess að fegra umhverfið. Hreint land – fagurt land.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 11 2018 12:02
-
Skrifað af Sonja
Áríðandi áminning um að ganga frá endum á rúlluplasti.
Vegna ömurlegs slys sem varð á hesti í Sörla, sem fældist vegna flaxandi rúlluplasts, biðjum við alla þá sem eiga bagga eða rúllur fyrir utan hesthúsin um að fara yfir alla lausa enda og festa niður. Mikil mildi var að knapi hestsins slasaðist ekki, það hefur bjargað honum að hann er mjög vanur hestamaður. Hesturinn mun hins vegar ekki ná sér að fullu.
Flaksandi plastendar geta verið stórhættulegir.
Þetta á ekki síður við um þá sem eiga rúllur og bagga á rúllubaggastæðinu við vesturenda gamla hringvallarins.
Einnig er fólk beðið um að henda eða fjarlæga allt auka drasl sem er fyrir utan hesthúsin, það eru líka slysagildrur.
Á sumardaginn fyrsta verður tiltektardagur á svæðinu og þá er hægt að nýta sér tækifærið og losa rusl í gámana sem verða við reiðhöllina.
kv
HákonH