Frá formanni
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, apríl 27 2018 12:00
- Skrifað af Sonja
Okkar árlega kótilettukvöld var haldið sl laugardag og mættu rúmlega 110 manns. Kvöldið tókst vel að venju og í ár var safnað fyrir nýrri lýsingu í „gamla“ salnum. Hagnaðurinn var um 250 þús kr. og má ekki hvað síst þakka öllum þeim sem lögðu fram vinnu – endurgjaldslaust. Gjaldinu var stillt í hóf, því auk þess að safna fé, er svona viðburður góður fyrir félagsandann. Þökkum Guðrúnu, Óskari, Ragnhildi, Önnu Lísu, Gígju, Mumma og Hadda kokk fyrir þeirra framlag.
Tiltektardagurinn gekk vel og grillaðir voru um 130 hamborgarar. Góð þátttaka í Firmakeppni félagsins.
Orðrómur hefur verið í félaginu um að félagslífið sé dauft um þessar mundir og verð ég að taka undir það. Frekar dræm mæting hefur veirð á viðburði s.s. árshátíð félagsins, sem var reyndar ein af þeim betri sem undirritaður hefur sótt, en núna mættu aðeins rúmlega 90 manns. Í Fáksreiðina í fyrra riðu um 11 manns í Fák. Reyndar var veðrið afburða slæmt. Í kirkjureið mættu um 15 manns og fleiri dæmi væri hægt að taka. Veit ekki hvað veldur, en bið hvern og einn að líta í eigin barm. Góður félagsandi kemur ekki af sjálfu sér, við þurfum að búa hann til sjálf. Það væri gott að fá ábendingar frá ykkur um fleiri viðburði og betri þátttöku.
Framundan er Miðbæjarreið, Fáksreið og svo verður opið hús 1. maí. Gott að mæta með börnin og barnabörnin, sem og aðra gesti. Frítt inn og fullt af skemmtilegum atriðum í boði. Vöfflusala, kakóg og kaffi.