- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, maí 19 2018 15:38
-
Skrifað af Sonja
Mosfellsbær vill benda á að lausaganga hunda er óheimil á hesthúsasvæði Mosfellsbæjar eins og á öðrum svæðum í þéttbýli í bænum, sbr. hundasamþykkt Mosfellsbæjar. Lausaganga hunda á almannafæri getur haft í för með sér slysahættu, auk þess sem óþrifnaður skapast ef hundaskítur er ekki hirtur upp. Hesthúsasvæðið er auk þess staðsett nálægt skólasvæði þar sem börn eru að leik og í nágrenni við vinsæl útivistarsvæði. Eins getur lausaganga hunda haft neikvæð áhrif á fuglalíf á svæðinu, sérstaklega á varptíma.
Mosellsbær fer því fram á að hundar á hesthúsasvæði Mosfellsbæjar séu ekki hafðir lausir og bendir á að hundaeftirlitsmanni er heimilt að handsama hunda sem ganga lausir á almannafæri og færa í hundageymslu með tilheyrandi kostnaði og á ábyrgð hundaeigenda.
Tómas G. Gíslason
Umhverfisstjóri Umhverfissvið Mosfellsbæjar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 16 2018 09:40
-
Skrifað af Sonja
Ágætu félagsmenn. Þið sem eigið ógreidd félags- og lyklagjöld geta átt á hættu að reiðhallarlykill lokist, skráningar á Gæðingamótið fari ekki í gegn og að umsókn um beitarhólf verði óvirk. Minni einnig á að aðeins skuldlausir félagar fá afslátt af salarleigu Harðbóls.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 09 2018 13:15
-
Skrifað af Sonja
Knapamerki 1 og 2 - STÖÐUPRÓF
Vegna eftirspurn ætlum við að bjóða upp á Stöðupróf í Knapamerki 1 og 2 Stöðupróf
Max 4, nema það eru mikið eftirspurn þá verður bókað annar hópur.
1 próftíma og dómari og skirteini
Skráningafrest Sunnudagur 13.Mai
Skráning: skraning.sportfengur.com
Farið er yfir aðalpúnktana í Kn 1 og 2 próf og er þessi námskeið ekki hugsað fyrir byrjendur, heldur Knapar sem eru örugg á baki, kunna grunninn í mismunandi ásetum og geta fylgd hestinum vel. Knapar sem vilja stytta sér leið í Knapamerki 3, því þau eru orðin vanir.
Hestar: Það þarf að koma með hest sem getur hringteymast og teymast. Hesturinn þarf að vera spennulaus og með taktfast brokk.
Fleiri Spurningar? Sonja Sími: 8659651