Bókleg kennsla í knapamerkjum haustið 2018
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, september 14 2018 11:25
- Skrifað af Sonja

Beit leyfð fram á næstu helgi
Ákveðið hefur verið í framhaldi af ábendingu Áslaugar Erlínar Þorsteinsdóttur á facebook að leyfa beit í þeim stykkjum þar sem næga beit er að hafa. Í þeim stykkjum sem beitin er uppurin þarf að fjarlægja hrossin strax.
Beitarnefnd
Umsóknafrestur í Afrekssjóðinn var til 31. ágúst. Vandræði hafa verið með umsóknakerfið þannig að eitthvað af umsóknum hafa ekki skilað sér inn til okkar. Nú er búið að lagfæra þetta og viljum við því biðja þá sem hafa sent inn umsókn að senda aftur svo það sé öruggt að hún verði tekin fyrir núna. Framlengjum því umsóknafrestinn til 15. sept.
Þá er tíundi dagur septembermánaðar runnin upp sem þýðir að beitartímabili í beitarhólfum sem Hörður úthlutar er senn á enda runnið. Samkvæmt samningi félagsins við Mosfellsbæ ber leigutökum að fjarlægja hross úr hólfunum eigi síðar en á miðnætti þann 10. september.
Beitarnefnd beinir því þeim tilmælum til hlutaðeigenda að þeir virði þetta ákvæði og fjarlægi hrossin í kvöld.
Fulltrúi Landgræðslu ríkisins mætir síðar í vikunni og metur ástand beitarhólfanna eins og venja er til.
Beitarnefnd