Styrk til uppbyggingar TREC þrautabrautarsvæðis

Hestamannafélagið Hörður hlaut í dag styrk upp á 2.000.000 kr frá Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings til uppbyggingar TREC þrautabrautarsvæðis, en slíkt svæði mun nýtast æskulýðsstarfi, nemendum FMOS, reiðskólabörnum og öllum félagsmönnum sem vilja þjálfa hestana sína í brautunum. Svæðið verður byggt upp í beitarhólfi milli gamla íþróttavallar og reiðhallar og mun verða eitt glæsilegasta þrautabrautar svæði landsins og býður uppá einstaka möguleika á keppni í þrautum og víðavangskeppni. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir með vorinu.51144988_283248169010975_3141866433558872064_n.jpg51767650_1213898908786969_4993309371803893760_n.jpg