- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 10 2018 07:56
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ, hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna.
Námskeiðin hefjast þann 1. október og er kennt frá kl: 14:45- 15:45 alla virka daga, en á laugardögum frá kl: 10:30 – 11:30
Hvert námskeið er einu sinni í viku og stendur yfir í 10 vikur.
Verð fyrir námskeiðið er Kr: 50.000-
Reiðkennari er Fredrica Fagerlund, en hún er menntuð sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum. Fredrica er eigandi að reiðskólanum Hestamennt ásamt manni sínum, Sigurði H. Örnólfssyni. Reiðskólinn var áður í eigu Berglindar Ingu Árnadóttur (Beggu), sem hefur nú flutt erlendis til annarra starfa.
Í lok námskeiðs fá þátttakendur kennsluhandbók og viðurkenningarskjal.
Skráning fer fram á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nánari upplýsingar á Facebook: https://www.facebook.com/reidnamskeid/
Við viljum koma á framfæri þökkum til sjálfboðaliðanna okkar og styrktaraðila, en þeir eru einn af hornsteinum starfseminnar. Fræðslunefndin er alltaf að leita að fólki sem er til í að gefa af sér og sínum tíma til að vinna með okkur. Eina sem þarf er jákvæðni, áhugi á mannlegum samskiptum og einn til tveir klukkutímar í viku. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði eða fá frekari upplýsingar þá sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..



- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 05 2018 08:00
-
Skrifað af Sonja
Kæru félagar,
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á nýútkomnum bæklingi sem hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.
Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi.
Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku.
Efnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ.
Smelltu hér til þess að skoða bæklinginn.
Styrkur til félaga
Íþrótta- og ungmennafélögum stendur til boða að sækja um styrk að upphæð 180.000 krónur til að standa fyrir verkefni sem hvetur börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi. Fimm styrkir verða í boði. Til þess að hljóta styrk þurfa félög að skila áætlun um hvernig nýta á fjármagnið. Tímarammi verkefnisins er frá september 2018 og til áramóta.
Eftir að verkefnunum lýkur munu ÍSÍ og UMFÍ safna saman gögnum frá þeim félögum sem hljóta styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu. Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og þekkingu og gert gott starf enn betra.
Smelltu hér til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 17. september nk.
Vakin er athygli á Íþróttasjóði. Í ár er sérstök áhersla lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Sjá nánar hér.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 05 2018 07:57
-
Skrifað af Sonja
Haustfjarnám 2018 Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ
Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og kr. 40.000.- á 3. stig. öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 21. sept. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari. Til þátttöku á 3. stigi þarf að hafa lokið 2. stigi eða sambærilegu námi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og að hafa 18 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.
Slóð á skráningu á öll stig í haustfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2018:
http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/
Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 05 2018 07:50
-
Skrifað af Sonja
FEIF og LH auglýsa eftir þátttekendum á þriðja leiðtoganámskeið FEIF fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið veður haldið 9-11. nóvember í TM-reiðhöllinni í Reykjavík og húsakynnum Eldhesta við Hveragerði.
FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni i samskiptum við bæði hesta og menn.
Námskeiðið er bæði fræðilegt og verklegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 manns í heild.
Nánari upplýsingar:
https://www.lhhestar.is/is/frettir/leidtoganamskeid-feif-fyrir-ungt-folk-1