LAUS PLÁSS Á KEPPNISNÁMSKEIÐ BARNA
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, desember 30 2018 21:12
- Skrifað af Sonja
Keppnisnámskeið
1.Hluti
14 jan
21 jan
28 jan
3 feb bóklegt
4 feb
11 feb
18 feb
25 feb
Í fyrsta hluta keppnisnámskeiðsins verður áhersla lögð á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð og hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum. Kennslan fer fram í litlum hópum 2 knapar saman í 40 mín í senn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, 03Feb Kl 1730-1900.
Markmið 1. Hluta námskeiðsins er að knaparnir setji sér persónuleg markmið og öðlist þekkingu á þjálfun og æfingum til þess að undirbúa keppnishest sinn og sjálfa sig eins vel og kostur er.
2. Hluti
18 mars
25 mars
01 april
08 apríl
15 apríl
29 apríl
06 maí
Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið meira í undirbúning fyrir keppni, farið er að velja greinar sem henta hverju pari og hugað að verkefnum tengdu því. Þegar fer að vora og veður leyfir færist kennslan að hluta til út á keppnisvöllinn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, nánari dagsetningu auglýst síðar.
Markmið annars hluta námsskeiðsins er að knaparnir öðlist þekkingu á þeim aðstæðum sem keppni í hestaíþróttum býður upp á, geti sett upp upphitun sem hentar hverju pari fyrir sig, stjórn á hugarfari í keppni, og geti sett upp verkefnið sem riðið er í keppni.
Ef mikil skráningverður, áskilur æskulýðsnefnd sér rétt til breytinga á kennslufyrirkomulaginu
Kennari: Hinrik Sigurðsson reiðkennari Þjálfari stigs 2 hjá ÍSÍ.
Verkleg kennsla hefst mánudag 14. Janúar.
Verð
Fyrri hluti 14. janúar til 25. febrúar – verð 25.500 kr
Seinni hluti 18. mars – 06. maí – verð 25.500 kr
Ef bókað er allur pakkin, (fyrri og seinni hlutinn saman) er verð 49000 ISK.
Sendið skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.