Heldri menn og konur - Aðventukvöldið

Við erum mjög stolt af því hvað eldri félagar Harðar eru virkir.  Hópurinn hittist reglulega og á yndislega samveru með mat, söng og skemmtiatriðum.

Jólakvöldið var haldið fimmtudaginn 13. des sl.  og mættu vel á annað hundrað manns og skemmtu sér konunglega.  Salurinn fallega skreyttur, maturinn mjög góður með heimalöguðum jólaís í eftirrétt.  Karlakórinn Stefnir söng og Hans blés í saxafón, auk fjölasöngs.

Stjórnin á þakkir skildar, en stjórnina skipa:  Sigríður Johnsen formaður, Konráð Adolphsson og Þuríður Yngvadóttir.

Þorrablótið verður haldið í Harðarbóli fimmtudaginn 7. feb nk.

 

IMG_1202.jpeg