Reglur við leigu á reiðhöll

Félagsmaður sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta hjá Sonju á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að félagsmaður sé búinn að panta reiðhöllina.  Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu.

Ef félagsmaður eða reiðkennari eru uppvís að kennslu án þess að hafa gengið frá pöntun og/eða greitt fyrir leigu, áskilur félagið sér rétt til að loka reiðlyklum og senda inn greiðsluseðil með 50% sektarálagi.

Reiðhöllin er sameign okkar Harðarmanna og til þess að geta viðhaldið henni, þurfum við leigutekjur.  Að greidd sé sanngjörn leiga, er hagur okkar allra.

Stjórnin