Hringvöllurinn lokaður frá 16-18 í dag
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, maí 29 2018 09:16
- Skrifað af Sonja
Vegna viðgerðar verður hringvöllurinn lokaður í dag 16-18.
Vegna viðgerðar verður hringvöllurinn lokaður í dag 16-18.
Æfingamót í kvöld- Ráslistar
Ráslisti fyrir æfingamótið í dag 28/5 er tilbúinn. Mótið byrjar kl. 18:00 og gerum við ráð fyrir ca. 5 mín á knapa. Endilega fylgist samt með þar sem tímarnir geta breyst og til að þetta gangi hratt fyrir sig verður næsti knapi ávallt að vera klár þegar næsti á undan ríður af velli.
Við erum með Reiðhöllina til að hita upp og mun Hinni vera á staðnum til að leiðbeina þeim sem hafa verið á keppnisnámskeiðinu hjá honum með upphitun og fleira.
Við munum svo reyna að koma einkunnarblaði með umsögn dómara sem fyrst upp í Harðarból eftir að knapi líkur sýningu, þannig að allir geta nálgast blöðin þar. Þau sem vilja fá frekari upplýsingar og heyra í dómaranum eftir æfingamót eru hvattir til að mætta í Harðarból eftir mótið. Dómarinn verður þar til að svara spurningum.
Við munum láta slóðadraga völlinn í dag og vonum að hann verði betri en undanfarna daga.
Munið svo að fara vel yfir allan búnað og passa að hann sé löglegur (þó ekkert verði skoðað núna).
Góða skemmtun í dag
Hringvöllurinn er mjög harður eftir miklar rigningar í maí mánuði. Hann var slóðardreginn í morgun, en það verður farið í að laga hann annað kvöld og verður völlurinn lokaður á meðan. Þangað til – farið varlega og rétt að benda á að betra er að vera með léttari hlífar á svona hörðum velli. Veðurspáin er ágæt fyrir vikuna og vonandi verður völlurinn orðinn góður fyrir Gæðingamótið um næstu helgi.
Vallarnefnd
Við munum auðvitað bjóða upp á unghrossakeppni og pollaflokk á gæðingamótinu okkar sem haldið verður helgina 1.-3. Júní næstkomandi!
Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í eitthvað af þessum greinum mega senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með grein, nafni knapa og IS númeri hests sem og þá hönd sem kosið er að ríða upp á:)
Skráningargjald í pollaflokkana er ókeypis en í unhrossakeppnina kostar skráningin 3000kr.
Hvetjum sem flesta til að skrá sig!
Viljum einnig nota tækifærið til að minna á að inn á sportfeng er Gæðingakeppni 1 ætlað meira vönum og Gæðingakeppni 2 er áhugamannaflokkur!