- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 20 2018 11:25
-
Skrifað af Sonja
Verið með á landsmótinu, skráið ykkur í þolreiðina. Það geta allir verið með sem eiga hest í sæmilegri þjálfun. Þetta er ekkert annað en góður reiðtúr frá Víðidal í Laxnes, ca tveir tímar - 15 km, mjög falleg reiðleið.
Skráning fyrir 28. júní, flott verðlaun og sá sem hreppir fyrsta sætið fær að auki flugmiða á heimsmeistaramótið í Berlin 2019.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 19 2018 09:24
-
Skrifað af Sonja
Það er ekki nóg að hesturinn sé í formi, knapinn þarf að vera það líka.
Framlag Mosfellsbæjar til afreksþjálfunar er 10 árskort í íþróttamiðstöðina að Varmá.
Ætlað fyrir keppnisfólk á öllum aldri.
Þau sem vilja nýta sér þetta sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 14 2018 12:01
-
Skrifað af Sonja
Hestaleigan Laxnesi í samstarfi við Dýralæknirinn í Mosfellsbæ, ætlar að endurvekja þolreið í tenglsum við Landsmótið. Farið verður úr Mosfellsbæ í Víðidal, ca 15 km reið. Þessi leið er ekki erfið fyrir hross í sæmilegri þjálfun. Þetta er hrikalega skemmtileg keppni sem allir hestamenn eldri en 16 ára geta tekið þátt í. Hrossin eru skoðuð að dýralækni bæði við upphaf og endi reiðarinnar.
Skráning fyrir 28. júní 2018 á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., (nafn og sími + nafn og aldur hests), einnig er hægt að hringja í 6600633.
Vegleg verðlaun, fyrir 1 sæti eru flugmiðar fyrir tvo á Heimsmeistaramótið í Berlín 2019.
Tilgangur þolreiðarinnar er fyrst og fremst að hefja aftur til vegs virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestins þ.e. þol og harðfylgi. Þá er tilgangurinn sá, að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta.
1. Hestarnir skulu vera í sæmilegri þjálfun og ekki yngri en 7 vetra. Þeir skulu vera vel járnaðir og í góðu ásigkomulagi.
2. Knapa er heimilt að ganga með hest sinn yfir erfiða færð eða til að hvíla hestinn, en verður að ríða úr hlaði og í mark.
3. Heltist hestur verulega eða sýnir einhver merki ofþreytu eða sjúkleika ber knapa að stöðva hest sinn og reyna eftir mætti að koma boðum til stjórnanda reiðarinnar um hjálp.
4. Sami knapi verður að ríða hestinum alla leiðina.
5. Knapi má undir engum kringumstæðum hvetja hestinn með óhóflegri notkun písks eða svipu eða nota nokkur önnur ráð sem talist geta varða við dýravendurnarlög. Knapa ber ávalt að hafa í heiðri dýraverndunarlög og sjáist til hans af stjórnendum reiðarinar eða öðrum beita aðferðum sem óeðlilegar geta talist verður hann dæmdur úr leik.
6. Knapa ber að fylgja þeirri leið sem merkt er á kortið og fara samviskusamlega fram hjá þeim eftirlitsstöðum sem merktir eru á kortið. Knapa bera að sjá til þess sjálfur að hann sé skráður niður fyrir að hafa farið fram hjá viðkomandi eftirlitsstað.
7. Allir hestar eru skoðaðir nákvæmlega af dýralækni fyrir keppnina, þar sem skráður er hjártsláttur, öndunarhraði, meiðsl og annað athugavert, jafnframt því sem athugað er hvort hesturinn er haltur. Þá eru athugaðar járningar, ef hestur missir skeifu er hann dæmdur úr leik.
8. Engin hámarks- eða lágmarkstími er ákveðinn heldur er ákveðinn svokallaður viðmiðunartími þ.e. sá tími sem eðlilegur getur talist að sæmilega þjálfaður hestur fari vegalengdina á. Í þessu tilviki er talið að sá tími sé ca 2 klukkustundir.
9. Dýralæknaskoðun fer fram nákvæmlega 30 mínútum eftir að hesturinn kemur í mark og á henni ákvarðast þau refsistig sem hesturinn fær og koma til frádráttar þeim tíma, sem hesturinn hefur farið vegalendina á. Einnig eru hestar dæmdir úr leik ef sem við á, s.k. reglum.
10. Hvert refsistig þýðir 5 mínútur í frádrátt:
>68 slög = dæmdur úr leik