- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 17:27
-
Skrifað af Sonja
Hið árlega kótilettufjáröflunarkvöld Harðar verður í Harðarbóli nk laugardag. Húsið opnar kl 19 með harmónikkuspili Mumma á Reykjum. Maturinn borinn fram 19.30. Kótilettur a la mamma og royalbúðingur í eftirrétt. Allur ágóði rennur í lýsingu á „gamla“ salnum. Verð aðeins 3.500 kr pr mann. Takið með ykkur gesti.
Kótilettunefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 14:15
-
Skrifað af Sonja
Kvennareið 18.april
Sörlakonur taka á móti hestakonum úr Sóta, Sprett, Fáki, Mána og Herði.
Lagt verður af stað frá reiðhöllinni Sörlastöðum c.a. 17.30 og safnast saman
við Vífilstaðavatn 18.30 og gestum fylgt svo í reiðhöllina á Sörlastöðum.
Þar verður tekið á móti ykkur með lambalæri og annað meðlæti að hætti kokksins, sem hefst um 20.00
Verð 3000kr.
Skráning er hjá Þórunni í sima 8972919 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 11:06
-
Skrifað af Sonja
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin sunnudaginn 29. apríl næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.
Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti, Sóta og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00.
JóiPé og Króli koma einnig fram og flytja nokkur lög. Þessir ungu rapparar hafa slegið öll met og platan þeirra Gerviglingur án nokkurs vafa ein af plötum ársins 2017.
Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.
Sjáumst í Víðidalnum!
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 17 2018 07:41
-
Skrifað af Sonja
Öll höll verður lokuð á eftirfarandi timanum í vikunni:
Fimmtudag 19.april Kl 18-19 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn
Fimmtudag 19.april frá 20:30 : Kátar Konur með stóræfingu
Föstudag 20. april Kl 19-20 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn
Laugardag 21. April Kl 17-19 : Sýnikennslu með Peter DeCosemo
Sunnudag 22.april Kl 12-13 : æfingu fyrir Æskan og Hesturinn