Viltu starfa í nefnd?

Til þess að félagið geti starfað verða nefndir þess að vera virkar.  Það vantar félagsmenn í Æskulýðsnefnd, Fræðslunefnd og Veitinganefnd.  Í Æskulýðsnefnd er gott að fá foreldra eða forráðamenn barna og unglinga.  Þetta er ein virkasta nefndin og sú mikilvægasta.  Í börnunum felst framtíðin.  Fræðslunefnd skipuleggur fyrirlestra og námskeið í samvinnu við yfirreiðkennara félagsins.  Mjög mikilvægt að halda okkur fræða og uppfæra okkur hestamenn.  Veitinganefnd skipuleggur veislur og matar- og kaffisölu félagsins í samvinnu við umsjónarmann Harðarbóls.  Það þarf að passa upp á næringu félagsmanna.

Stjórnin