Ársskýrsla Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum í Mosfellsbæ 2017

Í stjórn félagsins 2017 voru:

Júlíus Ármann formaður

Þóra A. Sigmundsdóttir gjaldkeri

Björk Magnúsdóttir ritari

Herdís Hjaltadóttir meðstjórnandi

Ragnheiður Traustadóttir tilnefnd af stjórn Harðar

Kjörinn endurskoðandi:

Erna Arnardóttir

Á aðalfundi þann 21. febrúar 2017 var kosin ný stjórn til tveggja ára: Þóra A. Sigmundsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Herdís Hjaltadóttir og Júlíus J. Ármann. Erna Arnardóttir var kjörinn endurskoðandi til tveggja ára. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og er fráfarandi stjórnarmönnum þökkuð fyrri störf. 

Tilgangur félagsins er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna hvað varðar hesthús á svæðinu og stuðla að ýmsum félagslegum umbótum. Í samningi Mosfellsbæjar og Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum frá 5. nóvember 2001 kemur fram að félagið hafi áfram til ársins 2023 réttindi sem lóðarhafi að sameiginlegu svæði hesthúsaeigenda á Varmárbökkum til sameiginlegra þarfa þeirra. Forsenda fyrir úthlutun svæðisins til félagsins er að félagið standi opið öllum hesthúsaeigendum á svæðinu og þeir geti nýtt alla aðstöðu á svæðinu eins og um sameign þeirra sé að ræða á grundvelli hliðstæðra reglna og kveðið er á um í lögum um fjöleignarhús, enda skulu þeir vera félagar í Félagi hesthúsaeigenda. Félagið skuldbindur sig til þess að hafa eftirlit með því að hesthúseigendur fullnægi skilmálum um umgengni og þrifnað í hesthúsahverfinu. Enn fremur að ef félagsmenn verði ekki við tilmælum félagsins um umgengni, skuli félagið leita til bæjarins, sem þá skal beita tiltækum úrræðum til bóta. Gegn þessum skilmálum greiðir félagið ekki lóðarleigu til Mosfellsbæjar. Í lögum félagsins segir að tilgangur þess sé að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna hvað varðar hesthúsin, skipulag og umgengni, þannig að snyrtimennska og menningarbragur ráði þar ríkjum á öllum sviðum. Enn fremur að stuðla að ýmsum félagslegum umbótum, s.s. bað- og sjúkraaðstöðu fyrir hross félagsmanna, lýsingu svæðisins, lagfæringar á bíl- og reiðvegum og annað sem félagsmenn telja nauðsynlegt til uppbyggingar svæðisins.

Haldnir voru þrír stjórnarfundir á starfsárinu.

Félagið hefur óskað eftir því við Mosfellsbæ að sett verði dren í skurðinn sem liggur fyrir ofan veginn sem aðskilur efra og neðra hverfið, til að vatn leki ekki í það neðra. Sæmundur Eiríksson hefur skilað inn teikningu fyrir skurðinn og ætla bæjarstarfsmenn að ganga í verkið þegar frost fer úr jörðu. Tré voru klippt og snyrt í hverfinu. Kerrustæðið var stækkað og greiddi félagið helming af þeim kostnaði á móti Herði. Staðsetning fyrir heybagga og rúllur er í ferli hjá Herði. Samþykkt var að setja nýja möl í neðra hringgerðið og er það í vinnslu. Stjórnin fór í skoðunarferð um hverfið og hvetur eigendur hesthúsa að taka til og snyrta í kringum sig. Betur má ef duga skal.

Júlíus J. Ármann

Formaður Félags hesthúsaeigenda á Varmárbökkum Mosfellsbæ   

 

Ársreikningur 2017

Rekstrarreikningur

         
         
         
       

01.01.2017-31.12.2017

Rekstrartekjur

     
         
 

Félagsgjöld álagt 1/1-31/12 2017 .................................

 

795.000

Hestamannafélagið Hörður gr.

     

375.000

Vextir af reikn. Nr.  2919  í Íslandsbanka

     

210

Vextir af reikn. 100292 í Íslandsbanka

     

24.372

         
       

1.194.582

         

Rekstrargjöld

     
   

Þjóðskrá ....................................................................

 

55.837

 

 

Kerrustæði ................................................................

 

750.000

   

Trjáklipping ..............................................................

 

100.000

   

Matarkostnaður ........................................................

 

6.279

 

     Bankakostnaður ......................................................

 

63.538

   

Fjármagnstekjuskattur 100292,2919 ........................

 

4.916

   

mismunur.

   
       

980.570

         

Hagnaður/Tap fyrir fjármagnstekjur/-gjöld .....

 

214.012

         
 

  .

  ...................................................................................

 

0

         
         

Hagnaður ..........................................................

 

214.012

         

Efnahagsreikningur

         
         
         

Eignir

         
       

31. 12. 2017.

Eignir

   
         
         
   

Ógr. tekjufærð félagsgjöld 2014-2016

 

21.463

   

Ógr. tekjufærð félagsgjöld 2017 ............................

 

45.000

   

Inneign á bankareikningi 2919 .............................

 

15.076

   

Inneign á bankareikningi 100292 .........................

 

716.622

   

  ...................................................................................

   
   

Eignir

 

798.161

         
         
         
   

                                                                                          

         
 

Eigið fé

   
         
       

31.12.2017

         

Eigið fé

   
         
 

Óráðstafað eigið fé frá fyrra ári .................................

 

584.149

 

Hagnaður ársins frá rekstri ........................................

 

214.012

         
   

Eigið fé

 

798.161