Hópreið í Gunnunes 2. apríl
- Nánar
- Skrifað þann Sunnudagur, apríl 01 2018 20:00
- Skrifað af Super User
Hópreið í Gunnunes á morgun 2. apríl. Hnakkur kl 13.15. Lilla fararstjóri. Allir velkomnir.
Hópreið í Gunnunes á morgun 2. apríl. Hnakkur kl 13.15. Lilla fararstjóri. Allir velkomnir.
Fyrir um það bil tveimur árum var blásið til leiks á nýjum vettvangi Hestamannafélagsins Harðar þar sem eldri félagar voru boðaðir á samkomu að morgni dags í súpu og myndasýningu. Mæting var vonum framar, á milli 50 og 60 manns og kom glöggt í ljós að mannskapurinn hafði gaman að því að hittast og rifja saman upp liðnar stundir á vettvangi hestamennskunnar. Þótti því full ástæða til að hafa þar framhald á og var þá um vorið efnt til sameiginlegs útreiðartúrs sem endaði með grillveislu í Harðarbóli félagsheimili Harðar.
Síðan hafur félagsskapurinn vaxið og dafnað. Mikið er lagt í samkomurnar með veglegum kvölverði í uppdekkuðum sal. Listamenn, rithöfundar, einsöngvarar og kórar hafa mætt á samkomurnar og miðlað af list sinni. Harmonika, gítar og söngur eru fastir liðir með hæfilegri blöndu af menningu, list og fræðslu. Haustfagnaðir, aðventukvöld, sögukvöld þar sem menn rifja upp góðar sögur af hestamönnum, kvöld sem tileinkuð eru eftirminnilegum hestamönnum sem sett hafa svip hestasamfélagið, myndakvöld þar sem sýndar eru myndir frá fyrri tíð, bókmenntakvöld þar sem rithöfundar kynna verk sín, reiðtúrar og grillveislur.
Nú síðast var boðið upp á hagyrðingakvöld þar sem hinir landskunnu hagyrðingar séra Hjálmar Jónsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Ómar Ragnarsson voru mættir til leiks. Að þessu sinni mættu um eitt hundrað manns á samkomuna. Kom fram í máli formannsins Sigríðar Johnsen að þetta væru lang fjölmennustu samkomur félagsins og ekki einu sinni árshátíð félagsins nái slíkum fjölda hin síðari ár. Það sé því löngu sannað mál að þörfin fyrir þessar samkomur sé ótvíræð. Skemmst er frá því að segja hagyrðingakvöldið tókst með eindæmum vel. Stóðu þremenningarnir vel undir væntingum og gott betur.
Þá var sá kunni hesta- og fræðimaður Ingimar Sveinsson heiðraðursérstaklega á samkomunni en hann varð níræður nýlega og stundar hestamennsku enn af kappi.
Í dag blandast engum hugur um sem tekið hefur þátt í þessum félagsskap að full þörf hafi verið á að blása til þessa leiks. Spurningin sé hinsvegar sú hvort ekki sé full ástæða fyrir önnur félög að huga að þessum aldurshópi þar sem miðað hefur verið við 60+ hjá Herði. Tekið skal fram að ekki hefur verið nafnskírteinaskylda við innganginn að þessum samkomum en vitað er að borið hefur á því að nokkur „unglömb“ hafi „svindlað“ sér inn á þessa vinsælu mannfagnaði.
Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 6 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Mánudaga kl 17-1730 byrjar 9. April
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er laugardagur 7.April.
Verð: 2.000 kr
Hættuleg drulluslökk hafa myndast á Tungubakkahring. Fara þarf mjög varlega og helst ekki að ríða í slökkin, ríða frekar aðeins útfyrir reiðveginn þar sem því verður viðkomið. Ekki er hægt að fara í viðgerð fyrr en þornar. Samkvæmt spánni gæti það orðið núna í vikulokin. Verstu slökkin eru við vesturenda hringsins og því getur verið varasamt að ríða hringinn í myrkri.
3ja vetrarmótið fór fram sl laugardag og tókst vel. Mótanefndin að gera góða hluti. Hagyrðingakvöld hjá Heldri mönnum og konum var frábær skemmtun og mættu um 100 manns. Lokahittingur þeirra verður í vor, útreiðartúr og grill.
kv
HákonH