Hestadýralæknir
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, febrúar 12 2018 08:01
- Skrifað af Sonja
Hér er linkur á fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar „Sýnum Karakter" sem var streymt á facebooksíðu LH um daginn https://www.youtube.com/watch?v=-YpIAgAW4mA
„Sýnum Karkter" er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni.
Markhópur verkefnisins er öðru fremur fyrst og fremst þjálfarar barna og ungmenna í íþróttum. Mikilvægt er þó að allir sem koma að íþróttastarfi barna og ungmenna, stjórnarfólk, starfsfólk, kennarar og foreldrar, kynni sér innihald og áherslur verkefnsins.
Forsvarsmenn Kærleiksviku Mosfellsbæjar ætla að heiðra okkur hjá Fræðslunefnd fatlaðra þann 14.febrúar kl. 16:30 í andyri FMos - það væri virkilega gaman ef sem flestir félagsmenn og aðrir sæu sér fært á að mæta :)
http://www.mosfellsbaer.is/mannlif/afthreying/kaerleiksvikan/
Nýlega var gerður samstarfsamningur milli Ferðaskrifstofunnar Vita og Landsambands hestamannafélaga. Meðal annars verður samvinna aðila um ferðir á HM í Berlín 2019. Eins og áður verður leitast við að skapa gott andrúmsloft meðal Íslendinga á mótinu. Ekki síst með það í huga er búið að skoða og velja hótel sem aðilar telja henta þeim sem ætla á mótið. Gott hótel sem væri vel staðsett gagnvart mótinu og gerði mönnum kleift að njóta þess sem Berlín hefur upp á bjóða í leiðinni.
Svo er gott til þess að hugsa að hver sem bókar sig hjá Vita styrkir landslið Íslands í hestaíþróttum með beinum hætti í leiðinni og styður þannig við hestaíþróttina á Íslandi.
Vita verður með glæsilegar pakkaferðir á mótið. Smelltu á linkinn hér fyrir neðan, skráðu þig á netfangalistann og fáðu upplýsingar um ferðir beint í æð!