Árshátíð Harðar
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2018 10:09
- Skrifað af Sonja
Kæru knapar, sýnendur og dómarar ATH
Minnum á fræðslukvöld/málþing nú á fimmtudagskvöld 25 jan kl.19.30 í Harðarbóli Mosfellsbæ
um áherslur og hvað er til grundvallar í dómum á skeiði í íþrótta-gæðinga og kynbótadómum.
FT félag tamningamanna og LH landsamband hestamanna halda opið fræðslukvöld/málþing fimmtudagkvöldið 25 jan. um dómgæslu/útfærslu á skeiði í íþróttakeppni, gæðingakeppni og kynbótadómi. Fulltrúar dómarafélsga, knapa og fræðimanna halda ca 10 mín tölu hver og svo verða umræðuhópar, spurningar og orðið laust.
Dagskrá
frummælendur ca. 10 mín hver
Gunnar Reynisson kennari LBH
Þorvaldur Kristjánsson RML
Gísli Guðjónsson GDLH
Fulltrúi HÍDÍ
Sigurður Ævarsson keppnisnefnd LH
Þórarinn Ragnarsson Knapi
Guðmundur Björgvinsson Knapi
Umræður
Spurningum svarað
orðið laust
Stjórnir FT og LH
Á miðvikudagsmorgun verður reiðhöll öll lokuð fram að hádegi (sirka kl 12) vegna viðgerðir í höllina. Endilega látið þetta berast :)
Á facebook og í tölvupósti til reiðveganefndar hafa verið fyrirspurnir,
ábendingar og kvartanir.
Í hópnum Harðarkonur hefur verið umræða sem að mestu er byggð á
misskilningi, en sum part vegna upplýsingaskorts. Úr þessu má bæta.
Óskað er eftir ábendingum og fyrirspurnum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
merkt: Til stjórnar.
Ég mun annaðhvort svara viðkomandi eða leggja málið fyrir stjórn.
Með þessu vill stjórn félagsins bæta upplýsingaflæðið og stjórn
félagsins fær ábendingar um hvað betur mætti fara hjá félaginu.
Hákon Hákonarson form