- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 21 2019 08:26
-
Skrifað af Sonja
Þeir félagsmenn sem hafa undir höndum góð kynbótahross í góðu formi ræktuð af Harðarfélaga
og hafa áhuga á að taka þátt í Dymbilviku Spretts hafi samband við
Kristinn Már This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vali verða 3-6 álitlegustu hrossin til að taka þátt.
Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:
* Fákur
* Sprettur
* Hörður
* Sóti
* Adam
* Sörli
* Máni
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 12 2019 20:49
-
Skrifað af Sonja
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6. mars var tekin fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan fólst í því að fela skipulagsstjóra bæjarins að auglýsa fyrstu 3 áfanga deiliskipulagsins. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda, en það er mat stjórnar félagsins að fjölga þurfi lóðum undir hesthús hér á Varmárbökkum. Ákveðið var að hafa húsin heldur fleiri en færri, svo ekki þurfi að breyta deiliskipulagi aftur næstu 10 – 15 árin. Ekki er víst að öllum þeim lóðum sem eru á deiliskipulaginu verði úthlutað og t.d. flestar lóðirnar eru á „Sorpusvæðinu“ og eðli máls samkvæmt verður sá hluti deiliskipulagsins ekki auglýstur fyrr en Sorpa flytur. Hvenær það verður liggur ekki fyrir, en væntanlega verður það innan fárra ára. Fyrri hugmynd um uppbyggingu nýs hverfis upp í dal eða annarsstaðar, eru góðra gjalda verðar, en uppbygging á nýju svæði krefst annarrar reiðhallar, annars hringvallar ex.ex. Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvenær nýjar lóðir verða auglýstar, en það gæti orðið í sumar eða næsta haust.
7.9. 201809062 - Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi
Á 469. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni nefndar og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Haldnir hafa verið fundir. Lögð fram hugmynd að breytingu á svæðinu.
Niðurstaða 479. fundar Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 10 2019 18:09
-
Skrifað af Sonja
Á morgun, mánudag, milli 8-1030 Er öll reiðhöll lokuð vegna úrtaka Framhaldskólamóts 2019
https://www.facebook.com/events/2549948478411311/?ti=cl
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 06 2019 08:33
-
Skrifað af Sonja
Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar sem verða haldnar dagana 7. – 14. júlí 2019 á Íslandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilja og geta talað ensku.
Búðirnar eru haldnar í Hestheimum sem er u.þ.b. 100 km frá Reykjavík. Það verður boðið upp á fjölbreytt viðfangsefni og meðal annars farið í útreiðatúra í fallegu umhverfi, rútuferð að sjá Gullfoss og Geysi, heimsókn til Friðheima þar sem ræktaðir eru tómatar og að Efstadal en þar er bændagisting og veitingastaður.
Það sem þátttakendur munu hafa fyrir stafni er t.d:
- Reiðtúrar
- Gönguferðir
- Íslenskukennsla
- Íslensk saga kynnt
- Hópavinna
- Sundferðir
- Rútuferð (Gullfoss og Geysir)
- Og margt fleira…
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019 og sótt eru um með því að fylla út þetta umsóknareyðublað. Í umsókninni er beðið um nafn, heimilsfang, kennitölu, símanúmer, hestamannafélag, ljósmynd og stutta frásögn af umsækjanda.
Þátttökugjald er 95.300 kr. og hefur hvert land rétt til að senda tvo þátttakendur en einnig verður biðlisti ef einhver lönd nýta sér ekki þann rétt að senda fulltrúa.
Hlökkum til að heyra frá ykkur
Kær kveðja,
Æskulýðsnefnd LH
https://www.lhhestar.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-a-youth-camp-a-islandi