Reiðhöllinn í dag
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 28 2019 10:47
- Skrifað af Sonja
Sælar félagar!
Gaman fyrir allar að vita:
ÖLL HÖLL ER OPINN í dag frá kl 16! Enginn kennsla :)
Njótið :)
Sælar félagar!
Gaman fyrir allar að vita:
ÖLL HÖLL ER OPINN í dag frá kl 16! Enginn kennsla :)
Njótið :)
Kæru Harðar félagar, föstudaginn næstkomandi milli 21:00 og 23:00 verða æfingatímar fyrir gæðingafimina í Hrímnis mótaröðinni og verða þeir sem ætla að æfa sig fyrir það í forgang. Biðjum við því fólk sem ætlar að nota reiðhöllina á þessum tíma að sýna tillitsemi:)
Vetrarstarfið er að komast á fullt, flestir búnir að taka inn og dagurinn að lengjast. Árshátíðin tókst mjög vel, góð mæting og hörkustuð. Hlynur Ben spilaði fyrir dansi og var dansgólfið fullt frá fyrstu tónunum. Heldri menn og konur héldu Þorrablót í byrjun febrúar og mættu á annað hundrað manns. Sérstakur gestur var hinn eini sanni Guðni Ágústsson og fór hann á kostum. Ekki frá því að þakið hafi lyfst um nokkra sentimetra af hlátrasköllunum. Verið er að vinna að breyttu deiliskipulagi fyrir hverfið með það í huga að fjölga hesthúsalóðum og verður það kynnt síðar. Einnig er verið að vinna að breyttu deiliskipulagi fyrir Ævintýragarðinn og Tungubakkana og að nýju aðalskipulagi fyrir Mosfellsbæ. Hestamannafélagið mun koma að þeim málum. Vegagerðin er búin að setja undirgöng undir Reykjaveginn á dagskrá og er það vel. Stjórn hestamannaféalgsins er að vinna að framkvæmdaáætlun til næstu 7 ára og mun hún verða lögð fyrir Mosfellsbæ. Framkvæmdaáætlunin mun verða kynnt hér á heimasíðu félagins og þar mun félagsmönnum gefast kostur á að koma góðum hugmyndum að. Búið er að hanna lýsingu í gamla salinn í Harðarbóli og lýkur verkinu vonandi um miðjan næsta mánuð. Stjórn félagsins ákvað að leggja niður beitarnefnd, amk tímabundið. Við ætlum að teikna upp beitarsvæðið og ath með og gera tillögur að breytingum með betri og jafnari nýtingu í huga. Teikningin verður síðan sett inn á heimasíðu félagsins með nöfnum og símanúmerum þeirra sem hafa beitarhólf. Það auðveldar okkur hvað laus hross varðar. Breytingar verða kynntar með góðum fyrirvara. Félagið fékk 2ja milljóna kr styrk frá Samfélagssjóði Kaupfélags Kjalnesinga og verður sá styrkur nýttur í gerð Trek þrautabrautar. Þrautabrautin verður staðsett fyrir neðan hringvöllinn í núverandi beitarhólfi formannsins. Æskulýðsnefndin hefur séð og mun sjá um veitingasölu á mótum vetrarins og hefur það mælst mjög vel fyrir. Mótanefnd starfar af miklum metnaði og var mjög góð aðsókn á Árshátíðarmótið um síðustu helgi.