- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 31 2019 10:59
-
Skrifað af Sonja
Lagt af stað frá Naflanum kl. 13.30. Ríðum Mosfellsdalinn með viðkomu í Laxnesi. Hamborgaraveisla í Reiðhöllinni að lokinni reið. 1000 kr á mann með gosi, kaffi og nammi. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Ferðanefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 29 2019 07:43
-
Skrifað af Sonja
63 konur hittust í Naflanum kl 10 og kl 11 var skundað á Þingvöll og lagt af stað nærri Bolabás og riðin nýja Gjábakkaleiðin. Þar beið þeirra vegleg veisla, snittur o.fl. góðgæti. Reiðin gekk mjög vel, lítil fluga og lítið ryk. Um kvöldið var síðan matarveisla að hætti Hadda í Harðarbóli. Með fjölmennari hópreiðum á vegum félagsins, amk hin síðari ár.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 28 2019 11:06
-
Skrifað af Sonja
Hin árlega kirkjureið okkar Harðarmanna var farin í blíðskaparveðri sl sunnudag. Sveitin blómstraði sem aldrei fyrr. Margrét Dögg var með frábæra hugvekju sem snerti alla viðstadda og karlakórinn Stefnir söng. Eftir messu var boðið upp á kaffiveitingar í Harðarbóli, heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur.

- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 24 2019 11:44
-
Skrifað af Sonja
Nk sunnudag kl 14 verður hestamannamessa í Mosfellskirkju. Margrét Dögg verður með prédikun dagsins og karlakórinn Stefnir syngur létt lög.
Lagt af stað frá Naflanum kl 13. Að lokinni messu verða veitingar í reiðhöllinni í boði Harðar. Gömul og góð hefð sem við Harðarmenn viljum halda í.
Óskum eftir aðstoð við vöfflubakstur að lokinni messu. Vinsamlega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Stjórnin