- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 30 2019 20:17
-
Skrifað af Sonja
Helgina 16- 17 Feb.
Staðsetning Reiðhöll Hörður
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning: skraning.sportfengur.com
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 29 2019 08:32
-
Skrifað af Sonja
Heldri hestamenn og konur
Þorrablót í Harðarbóli
🐎🐎🐎
Fimmtudaginn 7. febrúar
Húsið opnar kl. 19:00
Borðhald hefst kl. 19:30
Þorramatseðill
🍽 🍽 🍽
Súrmeti
Hrútspungar - sviðasulta - lundabaggar -bringukollar- lyfrarpylsa - blóðmör -hvalrengi
Nýmeti
Hangikjöt - harðfiskur - hákarl - síldarsalat- flatbrauð - rúgbrauð - sviðasulta - sviðakjammar - rófustappa - ítalskt salat
Heitir réttir
Saltkjöt með uppstúfi og soðnum kartöflum
Nautapottréttur með salati og brauði
🍺
Boðið verður uppá ískalt brennivínsstaup
🍷🍷🍷
Opinn bar og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Þeir sem vilja geta tekið með sér drykki.
Hátíðardagskrá
Guðni Ágústsson
fyrrv. ráðherra
lætur gamminn geysa eins og honum einum er lagið.
Dúettinn
Birgir og Einar Hólm
taka lagið
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
fyrrv. alþingismaður með meiru
flytur minni karla
Jón Ásbjörnsson
tæknifr. með meiru
flytur minni kvenna
Guðmundur á Reykjum
þenur nikkuna í anddyrinu og kemur okkur í rétta gírinn 🎹
Hákon formaður 🎸
mætir með gítarinn og stjórnar fjöldasöng.
Verð kr. 5000 posi á staðnum.
Tilkynnið þátttöku hjá Sigríði í síma 896-8210
í síðasta lagi laugardaginn 2. febrúar.
Með góðum kveðjum og tilhlökkun að hitta ykkur
😊😊😊
Lífið er núna - njótum þess.
Hákon- Konni - Sigríður - Þuríður.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 29 2019 08:09
-
Skrifað af Sonja
Lausaganga hunda er bönnuð. Það er hins vegar erfitt að fylgja því eftir. Mörgum finnst samofið - maður – hestur – hundur, en reglurnar eru skýrar. Sjálfur hef ég oft brotið þessa reglu. Leyfi tíkinni minni að vera lausri við hesthúsið og hef tekið hana með í reiðtúr ef fáir eða engir aðrir eru að ríða út. Það er samt engin afsökun og þarf ég að taka þetta til mín eins og aðrir félagar. Slysin gera ekki boð á undan sér.
Formaður