íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2019

Nú er komið að tilnefningu Harðar á  íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2019.

Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi íþróttafélaga í bæjarfélaginu og eru með lögheimili í Mosfellsbæ.

Viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri.

Viðurkenningar
Auk þess biðjum við að ykkur um að tilnefna þau sem verðskulda viðurkenningu frá Mosfellsbæ.
•    Urðu íslandsmeistarar, bikarmeistarar, deildarmeistarar og landsmótsmeistarar 2019
•    Tóku þátt í æfingum eða keppni með landsliði 2019
•    Efnilegir íþróttamenn 16 ára og yngri: Þið megið tilnefna stúlku og pilt, 12 -16 ára sem þykja efnilegust í sínum flokki.


Greinargerð
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
•    Nafn og aldur á árinu
•    Helstu afrek ársins
•    Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun, félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi einstakling
•    Mynd af viðkomandi íþróttamanni

Stjórnin