- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 20 2018 15:22
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að því að velja hestaíþróttafólk Harðar 2018.
Stjórn Harðar óskar eftir upplýsingum um árangur á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2018
Verðlaun fyrir Íþróttamaður Harðar verða veitt á árshátíð félagsins 23. febrúar 2019.Árangursupplýsingar eiga að sendast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
fyrir miðnætti 22. desember.Við hvetjum knapa og forráðamenn knapa að senda inn upplýsingar.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 19 2018 16:39
-
Skrifað af Sonja
Reiðhöll Harðar á Varmárbökkum.
Föstudaginn 4.janúar 2019
Húsið opnar 19.00 og sýningin hefst stundvíslega 19.30.
Rauði þráðurinn, þjálfun og uppbygging til árangurs!
Hinrik Sigurðsson reiðkennari og þjálfari.
Hinrik Sigurðsson er hestamönnum að góðu kunnur, en hann býður upp á námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra um hugarfarsþjálfun og markmiðssetningu jafnt innan íþrótta, hjá fyrirtækjum og með einstaklingum.
Hinrik hefur bakgrunn í hestamennsku og hefur um árbil starfað sem reiðkennari, þjálfari og fyrirlesari víða um heim og sjálfur náð góðum árangri sem keppnis- og sýningarknapi með fjölda hrossa.
Þessa kvöldstund í Herði ætlar hann að fara yfir hvernig við byrjum vetrarþjálfunina svo árangur verði eins og stefnt er að. Farið er yfir þjálfun og uppbyggingu reið- og keppnishesta í bland við knapaþjálfun með áherslu á hugarfar, markmiðasetningu og svo líkamlega þjálfun knapa, jafnvægi og ásetu.
Hinrik fer með okkur yfir þau gildi sem hann hefur haft að leiðarljósi í þjálfun, bæði í máli og myndum og svo verklega með hesta þar sem farið er yfir þær aðferðir sem kynntar eru.
Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir fullorðna, frítt fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 18 2018 13:48
-
Skrifað af Sonja
Enn er laus í einkatíma hjá henni Söru Rut!
Sara Rut er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Útskrifaðist 2016. Hefur stundað tamningar og þjálfun hrossa frá unga aldri með góðum árangri í keppni og kynbótabrautinni. Sara leggur mikla áherslu á fallega og góða reiðmennsku, rétta uppbyggingu í þjálfun , góðan skilning og samspil milli manns og hests. Farið verður yfir hest og knapa. Setjum í sameiningu raunhæf markmið fyrir tímabilið. Nemendur velkomnir á öllum aldri, hentar vel ef þig vantar aðstoð með hestinn þinn á hvaða stigi þjálfunar sem er.
skraning.sportfengur.com