Hlégarðsreið 4.maí
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 30 2019 20:04
- Skrifað af Sonja
„Hlégarðsreið“
Fáksmenn koma í heimsókn laugardaginn 4. maí og við ætlum að ríða á móti þeim. Við leggjum af stað frá Naflanum kl. 13:00
Ferðanefnd
„Hlégarðsreið“
Fáksmenn koma í heimsókn laugardaginn 4. maí og við ætlum að ríða á móti þeim. Við leggjum af stað frá Naflanum kl. 13:00
Ferðanefnd
Hestamannafélagið Hörður býður öllum á hestasýningu. FRÍTT INN
• Fjölbreytt skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna
• Grillaðar pylsur á meðan birgðir endast
• Teymt undir börnum
Staður: Reiðhöll Harðar að Varmárbökkum
Dagur: 1. maí
Tímasetning: kl. 14:00 – 15:00
ALLIR VELKOMNIR – FJÖLMENNUM !!
Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum.
Hópar ungra hestamanna frá öllum hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði sem þeir hafa æft í hverju félagi fyrir sig. Sýningarnar verða tvær; kl. 13:00 og 16:00.
Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun setja sýninguna, en auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna mun Friðrik Dór koma fram og flytja vel valin lög.
Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.
Reiðhöll öll lokuð í dag, laugardag, kl 14-1430 og á morgun sunnudag kl 11-12