- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 02 2019 20:57
-
Skrifað af Sonja
Við erum mjög stolt af því hvað eldri félagar Harðar eru virkir. Hópurinn hittist reglulega og á yndislega samveru með mat, söng og skemmtiatriðum.
Jólakvöldið var haldið fimmtudaginn 13. des sl. og mættu vel á annað hundrað manns og skemmtu sér konunglega. Salurinn fallega skreyttur, maturinn mjög góður með heimalöguðum jólaís í eftirrétt. Karlakórinn Stefnir söng og Hans blés í saxafón, auk fjölasöngs.
Stjórnin á þakkir skildar, en stjórnina skipa: Sigríður Johnsen formaður, Konráð Adolphsson og Þuríður Yngvadóttir.
Þorrablótið verður haldið í Harðarbóli fimmtudaginn 7. feb nk.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 02 2019 15:42
-
Skrifað af Sonja
Tungubakkahringur – Flugvallarhringur
Reglur um rekstur hrossa á hringnum er að finna á heimasíðu félagsins.
Þar segir í 4. gr:
Aðeins skal reka hross þegar aðstæður leyfa, þ.e. þegar reiðvegurinn er í góðu ástandi eða frosinn. Eftir langvarandi vætutíð, frostleysingar og ef slæm drulluslökk eru í veginum, er bannað að reka hross á Tungubakkahring.
Rekstrarhópar eru áminntir um að virða reglur félagsins.
Borið hefur á því að félagsmenn séu að keyra hringinn og teyma hross út um gluggann. Þetta er alls ekki heimilt og óþarfi að keyra hringinn meira en þegar er leyft. Nokkuð hefur borið á kvörtunum til Mosfellsbæjar og ítrekað hefur komið ábending frá bæjaryfirvöldum um að loka hringnum fyrir bílaumferð. Stjórn félagsins hefur varið rekstrarhópa og bent á að slíkur rekstur sé hluti tamningar, en erfitt er að réttlæta aukna umferð með eitt hross í taumi.
Félagsmenn eru beðnir um að sýna tillitisemi í þessu sem öðru. Við erum samfélag og þurfum að hugsa um hagsmuni heildarinnar.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, desember 30 2018 21:12
-
Skrifað af Sonja
Keppnisnámskeið
1.Hluti
14 jan
21 jan
28 jan
3 feb bóklegt
4 feb
11 feb
18 feb
25 feb
Í fyrsta hluta keppnisnámskeiðsins verður áhersla lögð á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð og hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum. Kennslan fer fram í litlum hópum 2 knapar saman í 40 mín í senn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, 03Feb Kl 1730-1900.
Markmið 1. Hluta námskeiðsins er að knaparnir setji sér persónuleg markmið og öðlist þekkingu á þjálfun og æfingum til þess að undirbúa keppnishest sinn og sjálfa sig eins vel og kostur er.
2. Hluti
18 mars
25 mars
01 april
08 apríl
15 apríl
29 apríl
06 maí
Í öðrum hluta námskeiðsins verður farið meira í undirbúning fyrir keppni, farið er að velja greinar sem henta hverju pari og hugað að verkefnum tengdu því. Þegar fer að vora og veður leyfir færist kennslan að hluta til út á keppnisvöllinn. Bókleg kennsla verður í fyrirlestraformi, nánari dagsetningu auglýst síðar.
Markmið annars hluta námsskeiðsins er að knaparnir öðlist þekkingu á þeim aðstæðum sem keppni í hestaíþróttum býður upp á, geti sett upp upphitun sem hentar hverju pari fyrir sig, stjórn á hugarfari í keppni, og geti sett upp verkefnið sem riðið er í keppni.
Ef mikil skráningverður, áskilur æskulýðsnefnd sér rétt til breytinga á kennslufyrirkomulaginu
Kennari: Hinrik Sigurðsson reiðkennari Þjálfari stigs 2 hjá ÍSÍ.
Verkleg kennsla hefst mánudag 14. Janúar.
Verð
Fyrri hluti 14. janúar til 25. febrúar – verð 25.500 kr
Seinni hluti 18. mars – 06. maí – verð 25.500 kr
Ef bókað er allur pakkin, (fyrri og seinni hlutinn saman) er verð 49000 ISK.
Sendið skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 29 2018 18:35
-
Skrifað af Sonja
Af gefnu tilefni skal það áréttað að það gilda ákveðnar umgengnis og umferðarreglur í reiðhöll Harðar. Fólk er hvatt til að kynna sér þær og fara eindregið eftir þeim.
Í reiðhöll og reiðgerði Harðar
- Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
- Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
- Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.
- Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
- Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð
- Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.
- Hringtaumsvinna fer enganveginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.
- Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.
- Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
- Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.
- Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
- Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð
Hefur verið komnar inn nokkra kvartarnir vegna hringteymingar inni reiðhöll, hingteymingar inni reiðhöll eru ekki leyft nema sérstaklega sé samið. Viljum benda á að Hesthúsaeigendafélag er með 2 hringgerði inni hverfinu sem hægt er að nota undir slíkt þjálfun, biðjum fólk líka þar að þrífa eftir sér.
Eigið öll gott kvöld :)