Innbrotstrygging

Innbrotstrygging

 

Nýlega var brotist inn í hesthús hér á svæðinu og reiðtygjum stolið.  Fyrir utan hvað slíkur verknaður er ógeðfelldur, getur verið um talsvert tjón að ræða.  Best er að kaupa Lausafjártryggingu fyrir hesthúsið, þ.m.t. reiðtygin.  Iðgjaldið er ekki hátt eða nokkur þúsund krónur á ári.  Heimilistrygging getur dekkað tjónið amk að hluta, en lausafé (reiðtygi) falla undir trygginguna.  Bæturnar takmarkast þó við 15% af af vátryggingafjárhæðinni.  Ef tjónþoli er með heimilistryggingu að verðmæti 7 milljónir króna, er hámarksfjárhæð bóta 1.050.000 kr.

 

Brunatrygging – viðbót

 

Allmörg hesthús hér á svæðinu eru með lágt brunabótamat.   EF til tjóns kemur eru bætur greiddar út í samræmi við brunabótamatið.  Í slíku tilfelli eru 2 möguleikar.  Fá nýtt brunabótamat eða kaupa viðbótarbrunatryggingu.  Slík trygging er mjög ódýr.  Eðlilegt er að miða brunatryggingu hússins við endurbyggingarkostnað hússins, ekki markaðsverðmæti.  Brunatryggingar greiða sem nemur endurbyggingarkostnaði hússins, en þó aldrei hærri en sem nemur vátryggingarfjárhæðinni.  Því er nauðsynlegt að áætla endurbyggingarkostnað hússins ef til tjóns kemur og brunatryggja húsið samkvæmt því mati.

 

Stjórnin