- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 12:16
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Stórkostlegur hópur Harðarfélaga vann á laugadaginn við ganga frá þakinu og ljúka ísetningu hurða og glerja heila klabbið. Ragnhildur Trausta sá um að orkubúskapurinn væri í jafnvægi.
Hinni, Kristján, Tóti, Davíð, Kjartan, Hákon, Steini, Þórir, Sæmundur, Ragnhildur, Svanur og Össi.
Jón Ásbj, Viðar og Margrét voru farin þegar myndin var tekin. Frábær dagur að baki og allt tilbúið fyrir útsynninginn
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 09:28
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Reynir Örn Pálmason er Íþróttamaður Harðar 2014. Reynir Örn er einn fremsti knapi landsins og tók þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á landinu 2014. Hann var jafnframt valinn í landslið Íslands sem keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Við óskum Reyni til hamingju með árangurinn og óskum honum alls hins besta.
Árangur Reynis Arnars árið 2014 m.a.:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 01 2014 09:10
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Okkur langar að þakka þeim frábæru sjálfboðaliðum sem mættu á nefndarkvöldið á föstudaginn fyrir komuna og gerðu þetta kvöld algjörlega frábært.
Stjórn Harðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 27 2014 15:27
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
"Nú er að duga eða drepast"
Við byrjum kl. 10.00 laugardaginn 29. nóv. og verðum að til ca. kl. 16.00. Verkefnið er að glerja gluggana sem eru komnir í, setja í útihurðakarma og glerja hurðir, setja járn og kjöl á þakið, síðan er tiltekt á svæðinu. Þá er húsið lokað og við getum slakað á fram yfir áramótJ
Fh bygginganefndar um Stækkun Harðarbóls
Gunni Steingríms gsm 822-4402